the
 
the
laugardagur, nóvember 30, 2002
Vá ég syndgaði á heilaga safninu! Inn á bókasafn kom gamall maður og var eitthvað að ráfa þar um. Ég hugsaði með mér að þetta væri örugglega einhver merkilegur karl, húsvörðurinn kannski, og ég var farin að ímynda mér að hann væri að telja okkur nemendurna þarna inni. Allt í einu kemur hann til mín og spyr með fullri röddu (bannað að tala þarna inni) hvar eitthvað kennarahólf sé, hann væri að skila einhverju dóti. Þar sem maðurinn var svona merkilegur í mínum huga og talaði í hofinu okkar hlaut hann að samþykkja svar frá mér. Þar með var þagnarmúrinn rofinn og ég er örugglega ein af fáum nemendum sem hafa beitt röddinni þarna......
Eftir að ég hafði hjálpað aumingja manninum að finna þetta hólf, rann upp fyrir mér að hann væri ekkert merkilegur heldur bara einhver gamall afi í Nokia stígvélum upp að hnjám að skila lokaskýrslunni í eðlisfræði 1 fyrir barnabarn sitt.............hver gerir heyrnadaufum afa sínum svona lagað..........??????????????
posted by Thorey @ 22:14  

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile