the
 
the
laugardagur, nóvember 16, 2002
Gærkvöldið var alveg svakalegt. Það voru svokallaðir fáránleikar í verkfræðinni. 14 lið öttu kappi um titilinn og þrátt fyrir að hafa ekki verið í sigurliðinu gladdist ég mjög yfir gengi minna manna..... Þeir voru langbestir

Keppt var í fiskibollukasti, brjóstahaldaralosun, klósettrúlluvafningi, bjórdrykkju, 3.stigs margliðuþáttun, naglalökkun og byggingu spilaborga. Okkur (ég, Silja Hrund, Katrín, Hlín, Birna og Ríkey) gekk nú bara alveg sæmilega en keppnin fór þannig fram að tvö lið mættust í einu í hverri grein. Reyndar áttu bara að vera fjórir í liði en það mátti skipta fólki inná svo við vorum engan vegin ólöglegar. Hinar tvær sáu um myndavélarnar á meðan... Hér eru myndirnar sem voru teknar á myndavélina hennar Silju.
posted by Thorey @ 22:58  

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile