the
 
the
laugardagur, nóvember 02, 2002
Fyndið hvernig maður upplifir mannlífið mismunandi eftir dögum. Ég var búin að gleyma laugardagstilfinningunni. Fólk að versla, kaupa ís, bíltúr og annað slíkt. Ég hef svo mikið verið í mínum eigin heimi undanfarið að ég hef ekki tekið eftir þessu. Jæja en nóg um það.

Fór í vísindaferð í gær í Borgarverkfræðing. Þeir kynntu þar fyrir okkur forrit sem er kort af borginni og hægt er að stækka það, það mikið, að þú finnur þitt eigið hús þar. Ef maður klikkar svo með músinni á húsið er hægt að skoða ýmislegs s.s íbúa og kennitölur þeirra, lagnir, rafmagn, byggingarár og margt margt fleira. Einhver útgáfa af þessu forriti er á netinu á www.rvk.is og svo velur maður borgarvefjsá. Reykjavík er lengst komin með þetta en önnur svetiarfélög eru víst að vinna í þessu. Það kom reyndar upp sú spurning til hvers þetta væri svo notað og eina svarið sem fékktst var: "forvitni." Held þó að það sé til dýpri kenning á bak við þetta allt saman.
posted by Thorey @ 22:27  
Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile