| 
                        
                          | mánudagur, október 14, 2002 |  
                          |  |  
                          | Jæja, drakk svo mikið kaffi í dag að ég er ekkert á leiðinn í rúmið strax.  Sit og hangi bara í tölvunni, ekki gott... Dagurinn var annars ágætur.  Gleymdi reyndar ljósunum á bílnum í morgun og þegar ég ætlaði heim í dag var kagginn algjörlega dauður.  Fór aftur inn í skóla til að leita að einhverjum til að hjálpa mér að ýta í gang.  Rakst á Hlín og hún bauð mér far sem ég þáði enda orðin sein á næsta áfangastað.  Náði í dótið mitt og þegar opnaði skottið á bílnum sem hún var á blöstu þessir fallegu startkapplar við okkur.  Jibbý, kagginn í gang og deginum bjargað. Takk Hlín, takk Katrín :)
 |  
                          | posted by Thorey @ 23:28   |  
                          |  |  | 
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home