þriðjudagur, október 22, 2002 |
|
Ég hitti alveg ótrúlegan gaur á sunnudagskvöldið. Reyndar rakst ég á hann á laugardaginn þegar ég fór með TMC (The MathClub) í Bláa Lónið. Við vorum á tveimur bílum og ég var í bílnum sem mætti á undan. Við biðum í afgreiðslunni og tókum myndir eins og verstu túristar nema þá kemur einhver gaur og segist vilja taka myndina fyrir okkur(Ameríkani). Jújú allt í lagi. Á myndavélinni minni er mynd af mér, Völu, Guðrúnu og Mörthu frá því í Syndey 2000. Hann sér myndina og segist þekkja Guðrúnu. Ég bara HA, hvernig? Þá lítur hann á mig og segir: "Are you Thorey", ég svara tilbaka: "Are you David" Þá var þetta gaur sem ég hitti á ÓL en hann hafði hringt í mig á föstudaginn fyrir þetta og sagðist vera á landinu. Lítill heimur!
Jæja fórum semasagt á Kaffi París á sunnudagskvöld og hann sagði mér það að hann væri mikið í að undirbúa gistiaðstöðu fyrir ÓL, fyrst í Atlanta og svo í Sydney. Hann vildi svo endilega vera með í opnunarhátíðunum og í fyrra skiptið skellti hann sér í Nýja Sjálands jakka og labbaði inn með þeim. Í seinna skiptið endaði hann með spjaldið "United States" og leiddi inn ameríska liðið. Ekki spyrja hvernig!!! Svo var hann á tónleikum með U2 í Salt Lake City og hélt þar á skilti sem á stóð: "Can I play the piano" og viti menn, Bono benti á hann og bað hann um að stíga upp á svið og gaurinn fékk að spila með þeim eitt lag. |
posted by Thorey @ 15:28 |
|
|
|
|
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home