fimmtudagur, nóvember 07, 2002 |
|
Hvað er að gerast hjá Jafnréttisráðinu. Rósa Erlingsdóttir er að ganga of langt. Hún var að koma með þá "frábæru" uppástungu að það ætti að minnka stærðfræðikröfurnar í verkfræðinni svo stelpur ættu meiri sjéns. Hún vill koma á legg svokallaðri Stelpustærðfræði. Þetta er MÓÐGUN. Stelpur geta alveg lært stærðfræði eins og strákar. Það má geta þess að í verkfræðibekknum mínum er kynjaskiptingin jöfn. Í fyrsta árs bekknum eru fleiri stelpur en strákar!!! Mér finnst þessi hugmynd hennar hálfgerð uppgjöf kvenkyns gagnvart karlkyninu. Er hún ekki að lýsa því yfir að karlmenn eru þá sterkara kynið eftir allt saman???? Það er fundur á morgun upp í VR 2 kl 12:20 í stofu 157. Þangað förum við verkfræðigellurnar og MÓTMÆLUM!!!!!! |
posted by Thorey @ 21:12 |
|
|
|
|
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home