| 
  
    | 
                        
                          | laugardagur, nóvember 30, 2002 |  
                          |  |  
                          | Þvílíkur dagur.  Ég gerði heiðarlega tilraun til þess að læra í Firðinum.  Niðurstaða dagsins er sú að VR II klikkar aldrei.  Eftir æfingu ákvað ég bara að fara á Bókasafn Hafnarfjarðar því ef ég færi inn í skóla mundi ég ekki nenna að keyra heim til að borða og því missa af kvöldmatnum í tuttugasta sinn í röð.  Mætti semsagt klukkan 2 á BókHa og þegar ég var komin í gírinn í Efnisfræðinni kom gaur og tilkynnti lokun.  Ég hef sjaldan orðið eins svekkt yfir að fá ekki að læra meira.  Kaffihúsið Súfistinn er við hliðina á safninu og er með rólega efri hæð þar sem hægt er að sitja í hægindum sínum svo ég ákvað að prófa að læra þar (og borða suðræna sveiflu...brauð með pesto og sólþurkkuðum tómötum...ummmmm).  Gekk ágætlega í tvo tíma en þá kom annar gaur og hennti mér út því það átti að fara að byrja einhver fundur. Hrmf... Nú er ég semsagt komin í VR II og mun aldrei reyna að svíkja þennan fallega stað aftur!!!!
 |  
                          | posted by Thorey @ 22:06   |  
                          |  |  |  |  | 
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home