| 
                        
                          | fimmtudagur, nóvember 28, 2002 |  
                          |  |  
                          | Hreint ótrúlegir dagar þessir lærdómsdagar.  Ég, Silja Hrund og Katrín erum búnar að vera að læra eins og rottur í 3 daga fyrir skyndipróf í aflfræði og heilinn er gjörsamlega steiktur eftir þetta.  Hvernig verðum við í prófunum??? Prófalestur mun hefjast um helgina en það er alltaf visst andrúmsloft sem myndast í skólanum á þessum tíma.  Fólk verður rosalega stressað, þreytt en það myndast samt furðuleg samstaða milli okkar nemenda.  Í dag var eins og við höfðum öll verið lamin eftir fyrirlesturinn í Stærðfræðigreiningu 3 hjá honum Reyni Axels (Reynir, you have a beutiful mind...), hann tilkynnti að lokaprófið yrði gagnapróf.  Það þýðir að við meigum nota kennslubókina og glósur, engin reiknivél þó, en málið er að þessum áfanga hefur ekki verið breytt í áratugi og maður varð hálf sjokkeraður við þessa tilkynningu.  Ég var reyndar mjög sátt við þessa breytingu því ég sé ekki mikinn lærdóm í að læra hlutina utanað fyrir eitt próf þegar maður mun hafa svo bókina við hliðina á sér í framtíðinni. 
 |  
                          | posted by Thorey @ 16:49   |  
                          |  |  | 
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home