miðvikudagur, febrúar 26, 2003 |
|
Stökk í dag og gekk bara ágætlega. Tíminn styttist að helginni en ég er að verða ansi spennt. Er að verða búin að púsla saman ferðaáætluninni en ég vona að ég geti smyglað mér á hótelið með Völu og hópnum hennar (liggja á gólfinu). Þetta er reyndar frekar dýrt hótel og ég er ekki að fara að vera þar ef ég þarf að borga. Sjáum hvað verður. |
posted by Thorey @ 22:18 |
|
|
þriðjudagur, febrúar 25, 2003 |
|
Fórum á fimleikaæfingu í morgun og ég fékk mína fimleikaútrás í bili. Húsvörðurinn var þó flottasti parturinn af salnum. Fimmtugur Grikki með sítt slegið hár og stórum víðum hlýrabol. Algjör töffari...
Í kvöld ætlum við Vala og fleiri stelpur úr æfingahópnum hennar að fara út að borða og kannski á kaffihús að éta á okkur gat. Reyndar ætla ég að stökkva á morgun svo ég sleppi líklega rjómatertunni. |
posted by Thorey @ 17:55 |
|
|
mánudagur, febrúar 24, 2003 |
|
Þá er ég stödd í Gautaborg hjá Völu. Kepptum í gær og gekk bara þokkalega, þó ekki nógu vel. Fór 4,30. Nú er bara að æfa (og læra) í viku og koma sterk til Stokkhólms.
Það er ótrúlega kalt hérna og það er mikill snjór. Samt er nú ágætis veður, sól og algjört logn eða svona ekta skíðaveður.
|
posted by Thorey @ 14:16 |
|
|
föstudagur, febrúar 21, 2003 |
|
Á morgun fer ég til Svíþjóðar og verð þar í viku. Ég keppi fyrst í Malmö á sunnudag og fer svo með Völu og þjálfaranum hennar til Gautaborgar að æfa í viku. Næstu helgi keyrum við svo til Stokkhólms og ég keppi þar sunnudaginn 2.mars. Strax að lokinni keppni keyrum við tilbaka (ég hef ekki hugmynd um hvar ég muni vera frá sunnudegi til þriðjudags en það mun víst koma í ljós). Þann 4.mars flýg ég svo til Athens í Grikklandi og keppi þar þann 7. Eftir þá keppni fer ég vonandi til Þýskalands og keppi í Sindelfingen en það fer eftir því hvernig hinar keppnirnar á undan ganga. Ef þær ganga vel kemst ég líklega inn á það mót. Baráttan er hörð í dag. Það er mjög erfitt að komast inn á mót en við erum orðnar svo margar sem erum í baráttunni. Ferðin leggst mjög vel í mig og ég get ekki beðið eftir að komast út á braut og stökkva. |
posted by Thorey @ 22:17 |
|
|
þriðjudagur, febrúar 18, 2003 |
|
Ég skrifaði þessa grein eftir fund með Vinstri grænum um fátækt. |
posted by Thorey @ 18:00 |
|
|
sunnudagur, febrúar 16, 2003 |
|
Var að koma úr frábærri ferð til Þýskalands þar sem ég fór á fund með EAA Athlete Committe en þetta er nefnd sem sér um málefni íþróttamanna í Evrópu. Það var reyndar bara 50% mæting hjá okkur íþróttamönnum en myndin hér að neðan er af okkur sem mættum, ég, Stephan Diagana (Heimsmeistari í 400m grind ´97 og Evrópumeistari 2002) frá Frakklandi og Nuno Fernandez frá Portúgal en hann er stangarstökkvari.
|
posted by Thorey @ 22:18 |
|
|
|
|
Stal eftirfarandi mynd frá blogginu hans Gísla, mér finnst hún passa betur hér.... |
posted by Thorey @ 22:11 |
|
|
miðvikudagur, febrúar 12, 2003 |
|
Best að fara að pakka... |
posted by Thorey @ 22:02 |
|
|
|
|
Ég fer eldsnemma í fyrramálið til Leipzig til að vera á fundi Alþjóðlegu Íþróttamannanefndarinnar. Þetta er rosa prógramm með gala kvöldi á föstudagskvöldið en það á að krýna íþróttamann Evrópu. Ég er ekki að fara að keppa þarna né í nágrenninu því það eru einfaldlega engin mót í gangi. Ég frétti í morgun að ég er komin inn á mót í Aþenu þann 6/3 og er ég mjög ánægð með það. Svo mun ég sennilega keppa á danska og sænska meistaramótinu sem eru næstu helgi (eftir viku) og þar næstu. |
posted by Thorey @ 22:00 |
|
|
þriðjudagur, febrúar 11, 2003 |
|
Ef þið hafið áhuga á pólitísku starfi, hafið þá endilega samband við mig og búum til bakhjarlasveit. Við verðum mikið á kosningaskrifstofu VG en það er ekki komið í ljós hvar sú skrifstofa verður niðurkomin. Á kosningaskrifstofunni verða málefnin rædd og farið yfir stöðu flokksins. Þetta er víst alveg svakalega skemmtilegt (hef aldrei verið með áður). Sendið mér endilega póst á the@mi.is ef þið hafið áhuga. |
posted by Thorey @ 22:43 |
|
|
|
|
Þá er maður kominn í pólitíkina. Ég er í öðru sæti á lista VG í Suðvestur kjördæmi. Ég er orðin mjög spennt fyrir að hella mér út í kosningaslaginn en að sjálfsögðu stefni ég á þing. Í síðustu kosningum fengu VG engan þingmann kjörinn en hann datt út á síðustu mínútunum. Núna verður þetta öðruvísi, við náum tveimur inn ef þið kjósið rétt........ |
posted by Thorey @ 22:39 |
|
|
|
|
Eftirfarandi fékk ég sent í SMS frá Elísabetu sem var að vinna með mér í Odda í fleiri, fleiri sumur:
3 mýs að metast:
Ég er svo sterk að ég nota músagildruna sem bekkpressu!
Nr 2:
Iss, ég drekk músaeitur.
Þá fór allt í einu Nr 3:
Hvert er þú að fara?
Heima að ríða kettinum.........
hehehehehehehehehehe |
posted by Thorey @ 22:36 |
|
|
þriðjudagur, febrúar 04, 2003 |
|
Ég keppi á Íslandsmótinu innanhúss í Fífunni á laugardaginn kl 15:30 og ég bið ykkur, plís, að fjölmenna!!!! Ég átti að fara til Budapest á föstudag og keppa þar á laugardag en að sjálfsögðu gekk það ekki eftir (enn eina ferðina) því stangirnar passa ekki í vélina frá Köben til Budapest. BÖGGG. Ég er að verða ansi þreytt á þessu stangarferðaveseni.... Til að skapa stemningu og til að ég hrökkvi í stuð þarf ég ykkar hjálp, reyndar fer eitthvað lítið fyrir áhorfendapöllum inni í þessu húsi en við búum það bara til. Sjáumst! |
posted by Thorey @ 20:43 |
|
|
sunnudagur, febrúar 02, 2003 |
|
Kennarafagnaðurinn var í gærkvöldi. Borðuð var þriggja rétta máltíð sem var vel heppnuð og svo tjúttað á dansgólfinu við karoke græjurnar. Myndirnar mínar eru hér, en ekki í réttri röð. Ekki spurja mig afhverju!!!
Myndirnar hennar Auðar eru hér. |
posted by Thorey @ 01:28 |
|
|
|
|