Ég er búin í prófum og komin í sumarfrí!! Ég kláraði síðasta prófið í dag og trúi varla að ég sé komin í smá sumarfrí. Búin að bíða mjög lengi eftir þessarri stundu. Ég er búin að sitja í heilan mánuð upp á bókasafni að læra frá 9 á morgnanna til 11 á kvöldin. Skroppið þó í mína sjúkraþjálfun og á stuttar æfingar af og til sem betur fer. Núna ætla ég að búa til æfingaprógramm því öxlin mín er einmitt tilbúin í meiri átök, þ.e ég get farið að hlaupa meira og gert þrek. Batinn hefur gengið bara mjög vel þrátt fyrir lesturinn. Ég get orðið auðveldlega sett hárið í tagl og klætt mig án mjög mikilla vandræða. Semsagt allt að koma. Ég er eina viku heima í fríi en fer svo til þýskalands á mánudaginn, 22.maí, til að heimækja liðið mitt. Get ekki beðið að hitta alla aftur. Þangað til ætla ég að - æfa tvisvar á dag - þvo þvott og bílinn... - taka herbergið mitt í gegn með tímabærri heimsókn í IKEA - liggja í leti - horfa á mánaðarskammt af 24 og Prison Brake en mamma tók það upp :) - fara í gufuhúsið hans pabba - æfa mig í AutoCad með Olgu fyrir vinnuna í sumar - hitta vini mína!! - fara í tvö Eurovision party - bæta 5 klst í sólarhringin..... Svo vinir mínir sem ég hef ekki talað við í of langan tíma, plís ekki vera búin að gleyma mér! Heyrumst :) |