the
 
the
föstudagur, desember 30, 2005
Náttfatapartýið snilldin ein!

Já þessi hópur er nú ekkert venjulegur. Við kynntumst í verkfræðináminu og höfum haldið sambandinu síðan. Í gærkvöldi var semsagt náttfatapartý... og eins og við var að búast var alveg þvílíkt gaman. Við gistum svo 9 stykki á gólfinu og borðuðum svo skonsur, rúmstykki, kaffi og snúða í morgunmat :)
Ágætt að vera virðulegur verkfræðingur í framtíðinni sem fer úr húsi einu sinni á ári með sæng og kodda til að fara í náttfataparty með öðrum TMC meðlimum...

Æfingar ganga annars bara rosalega vel þessa dagana þótt ég geri enn ekki mikið á öxlina. Hún er þó loksins öll að koma til og ég vona að ég geti farið að stökkva eftir um mánuð.

Húsið er að tæmast rólega en aðeins einn hvolpur er eftir. Hann verður þó sóttur núna á sunnudaginn svo það fer að komast meiri ró yfir heimilishaldið hérna. Ég hef nú reyndar ekki þurft að hugsa mikið um þessi grey.

Og eitt enn: Ég náði báðum prófunum!!!
Fjúff fegin að það er búið og þá á ég aðeins 25 einingar eftir.....
posted by Thorey @ 20:06   2 comments
þriðjudagur, desember 27, 2005
Æfingar og afslappelsi

Spurning hvað maður eigi að vera að blogga mikið í þessum ham sem ég er í akkurat núna....
Ætlaði að fara á æfingu inn í nýju frjálsíþróttahöllinni en fékk ekki að fara inn því það væri nú svo kostnaðarsamt að hafa eina manneskju á æfingu í salnum. Ég velti því nú fyrir mér hvað það kosti að hafa hann tómann allan daginn!! (Var búin að fá leyfi)
Það er nú samt búið að leiðrétta þennan "misskilning" og ég á að fá að fara inn næst.

En jæja ég skal reyna að róa mig aðeins.

Jólin eru búin að vera rosalega fín. Fjölskyldumatarboð í gær og fullt hús af ættingjum :) Svo er ég bara búin að vera að æfa, horfa á sjónvarpið og að lesa. Voða næs. Ég held það verði engin breyting á því plani næstu daga. Reyndar verð ég að fjárfesta í náttfötum þar sem ég er að fara í náttfatapartý með TMC meðlimum á fimmtudagskvöld. Ég veit, við erum svo miklir nördar!!
posted by Thorey @ 14:44   1 comments
laugardagur, desember 24, 2005

Merry Christmas
I wish you all merry christmas and a happy new year.
Enjoy the holidays!
posted by Thorey @ 14:08   5 comments
fimmtudagur, desember 22, 2005
Jólin koma

Tveir dagar til jóla!!! Er ekki að fatta þetta.....

Framhaldið af draugasögunni síðan í síðustu færslu er nú bara það að það var mamma sem setti nýtt heimsmet í græjuslökkvun. Rafmagnið hafði semsagt farið af og þegar það kemur á aftur fara græjurnar víst alltaf í gang. Það tók mömmu semsagt 10 s að rjúka upp úr rúminu og fram í stofu til að slökkva. Og það klukkan sex um morguninn. Leynir á sér kellan :)

Prófið hefði samt alveg mátt fara betur. Pottþétt erfiðasta próf sem ég hef farið í vegna þess að það var alltof langt. Bara fáránlega langt. Það var enginn nálægt þvi að klára prófið þegar tíminn var búinn. Sjálf var ég að byrja á dæmi 2 af 5 þegar tíminn var hálfnaður. Frekar ansalegt að geta ekki sýnt kunnáttu sína vegna tímaleysis. Finnst það engan veginn sanngjarnt. Kennarinn lofaði þó að hækka okkur prósentulega upp eftir gengi allra. Vona þetta slefi hjá mér.

Er núna að fara í sjúkraþjálfun, æfingu og svo aftur í sjúkraþjálfun... ástandið á manni ...
Klára svo vonandi að kaupa jólagjafir í kvöld.
posted by Thorey @ 12:34   3 comments
þriðjudagur, desember 20, 2005
Skólajólafrí :)

Þá er ég loksins að fara í seinna prófiið mitt og hlakka mikið til að komast i frí frá lestri. Ég veit reyndar ekki hvernig þetta próf fer í dag en ég er þó búin að læra helling og ætti nú að spjara mig. Reyndar er Straumfræðin ekki það einfaldasta....

Ég reyndar þjáist af svefnleysi. Búin að vera að læra til um 01 á hverju kvöldi en er svo vakin eldsnemma við gelt eða hvolpavæl. Í fyrrinótt svaf ég í 5 klst og núna í nótt í 4 tíma. Ég gat ekki sofnað í gærkvöldi, dreymdi svo hrífisstuðla og annað rugl í nótt og vakna svo kl 06 við að græjurnar fram í stofu fara á fullt. Hmm fannst það frekar scary og hef ekki enn þorað fram... Slökkt er þó aftur eftir um 10s en málið er að það er enginn 10s að drattast fram úr rúminu til að slökkva, né að einhver eigi að vera vakandi á þessum tíma.

Ég er ný búin að sjá myndina um Emily Rose og lesa um andsetið fólk og draugagang í fréttablaðinu. Já það var heil opna um þetta núna um helgina. Oh hefði aldrei átt að sjá þessa mynd, mæli engan veginn með henni.

BBBBBÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHH
posted by Thorey @ 07:16   5 comments
þriðjudagur, desember 13, 2005

Ljósin í myrkrinu..



.... svo sætir

Hugrún á afmæli í dag og vil ég óska henni til hamingju með það. Þessi mynd er fyrir þig enda mikill dýravinur. Þú verður nú eiginlega bara að koma við og skoða :)
posted by Thorey @ 09:19   8 comments
sunnudagur, desember 04, 2005
Taskan fundin - komin heim

Ég fékk símatal um kvöldið eftir ævintýrið með töskuna en þá hafði maður frá lestarfélaginu fundið töskuna á lestarstöðinni í Mainz. Það er einmitt stöðin sem mig grunaði að þetta hefði gerst á því þarna þurfti ég að skipta um sæti og missti því sjónar á töskunni í 20 mín. En ég sótti hana svo daginn eftir á leiðinni út á flugvöll og mér tókst að koma þessum tonnum mínum af farangri heim.

Ég þurfti reyndar að borga smá yfirvigt en ég verð nú að segja að ég slapp töluvert vel frá því öllu. Þetta var einhver þýsk gribba sem var að tékka mig inn og var ekki par ánægð með magnið hjá mér. Mér tókst þá að lauma einni töskunni sem var full af skólabókum og öðrum þungum hlutum til eins manns sem var að fylgja einum öðrum út á völl. Hann semsagt faldi töskuna fyrir mig á meðan ég tékkaði hitt allt inn. Borgaði yfirvigt fyrir 4 kg eftir mikið suð og heljarinnar hvolpasvip :)

Helgin var svo fín. Fór á föstudagskvöldið í TMC hitting og lá svo í leti það sem eftir var helgarinnar. Er núna loksins þó að byrja að læra.
posted by Thorey @ 12:36   3 comments
fimmtudagur, desember 01, 2005
Nýr megrunarkúr - lestarferð

Ég veit ekki hvort ég eigi að þora að segja ykkur þetta en ég kem víst ekki heim fyrr en á morgun. Ég breytti miðanum hálftíma fyrir flug....

Svo er mál með vexti að ég þarf alltaf að fara með lest út á flugvöll. Ég og mín 50 kg erum reyndar ekkert alltof mikið að fíla það en við látum okkur hafa það. Þar sem mín 50 kg eru frekar breið og þung komust þau ekki almennilega inn í lestina svo ég þurfti að skilja þau eftir við hurðina á lestinni. Ég ætlaði bara að fylgjast bara með þeim allan tímann. Ég hélt ég væri í hraðlest sem tekur bara 1 klst út á völl en ég var í þeirri hægu. Sú lest þarf 2 klst svo ég var farin að missa athyglina á þeim 50 undir lokin. Á síðustu stöðinni fyrir mína stoppistöð kom maður til mín og sagðist eiga þetta sæti. Ég semsagt fylgdist ekki með töskunni á meðan ég skipti um sæti og missti því af því þegar fólk fór inn og út.
Árangur: Ég er 50 kg léttari!!!

Í töskunni voru allar jólagjafirnar, öll mín uppáhaldsföt, skartgripir, handtöskur og tonn af skóm... Svo auðvitað íþróttaföt fyrir æfingar í nýju höllinni.

Ég er þó heil á húfi og fegin að fyrst eitthvað þurfti að gerast að það hafi verið þetta.

Sjáumst á naríunum um jólin.
posted by Thorey @ 15:36   8 comments
Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile