the
 
the
fimmtudagur, júlí 28, 2005
Helsinki

Þekki einhver einhvern sem býr í Helsinki og getur leyft vinkonu minni, Alinu, að gista á meðan Heimsmeistaramótið er???? Mig langar svo að hún verði til að horfa á mig en kærastinn hennar er lika að fara að keppa, hann Tim, svo við verðum að redda henni gistingu!!

PLIS!!!
Ef einhver er þarna sem getur reddað þessu þá væri frábært að fá annaðhvort email á the@mi.is eða komment um þetta hérna fyrir neðan.

Takk kærlega
posted by Thorey @ 09:13   3 comments
Ach ja...
Klúðraði þessu bara algjörlega sjálf. Tók einfaldlega rangar ákvarðanir. Svona er stangarstökk!!

En ferðin öll (fyrir utan hæðina sem ég stökk) fullkomin i alla staði. Ég hef sjaldan skemmt mér svona vel i keppnisferðalögum eins og þarna. Hér er smá dæmi:





Þessi síðari er tekin á isbar sem var a hótelinu. Allt var úr is og það var um 5 stiga frost þarna inni. Glösin voru jafnvel úr klaka.... frekar fyndið. Gestir fengu þessa glæsilegu jakka áður en farið var inn.

Fyrri myndin er tekin þegar ég og Lars, æfingafélagi minn, forum a svona litlum vespum um stokkhólm til að skoða og taka myndir. Hrikalega skemmtilegt og ég held ég verði bara að fjárfesta í einni!!
posted by Thorey @ 08:59   3 comments
mánudagur, júlí 25, 2005
DN Galan

Ég er að fara á eftir til Stokkhólms til að keppa á DN Galan. Í þetta skipti verður bæði stöng karla og kvenna hlið við hlið á vellinum og býst ég því við því að þetta verði skemmtilegasta mót ársins. Það er reyndar spáð rigningu svo hún gæti sett strik í reikninginn. Héðan frá Leverkusen förum við Tim, Lars og Leszek. Það er í raun heiður að komast inn á þetta mót því aðeins um 7 karlar og 7 konur fá að keppa þar sem þetta er bæði karla og kvennakeppni (samtals 14 stangarstökkvarar)

Ragnhildur fimleikavinkona mín gifti sig síðasta laugardag í Hallgrímskirkju. Nína hringdi í mig úr veislunni og lýsti fyrir mér hversu glæsileg hún Ragnhildur hafi verið. Svosum ekki að spurja að því þar sem skvísan er alltaf stórglæsileg. Hún og maðurinn hennar eru ný búin að eignast son, Guðmund Thor Ingason, en þau búa í Lúxemborg.




Elva, Hildur, Steinunn, Ragnhildur, Elísabet, Nína, Eva Lind

Innilega til hamingju Ragnhildur og Ingi!!

Ég missti semsagt af giftingu, sumarbústaðaferð með TMC og Meistaramóti Íslands um helgina. Í staðin svaf ég í 6 klst á laugarDAGINN, kíkti aðeins á dansstað með Yoo og Angi og kláraði að horfa á 24 í gær..... svo svaf ég í 11 tíma í nótt en fer til Stokkhólms eftir 4 klst.
Farin að pakka og bis später
posted by Thorey @ 09:41   5 comments
þriðjudagur, júlí 19, 2005
Nýjar myndir komnar inn á thorey.net
Klikkið hérna
posted by Thorey @ 17:07   5 comments
Blogg óvilji

Ég er hálf löt að blogga eins og þið sjáið. Dett úr öllu stuði þegar ég fæ engin komment...

Annars bara fínt að frétta. Silja reyndar farin og það er mjög tómlegt hérna án hennar. Fannst alveg frábært að hitta hana og við skemmtum okkur konunglega saman.

Ég keppti í brjáluðum hliðarvindi í Madrid á laugardaginn en gekk samt ágætlega. Náði öðru sætinu á eftir Isinbayevu en hliðarvindurinn virtist nú ekki ná að hindra hana í að setja heimsmet.... nú jæja...

Næst á dagskrá er mót í London á föstudaginn og svo Stokkhólmur á þriðjudaginn. Eftir það er það bara Helsinki here I come.
posted by Thorey @ 16:12   5 comments
fimmtudagur, júlí 14, 2005
Allt á blússandi ferð

Við Silja höfum það rosa fínt hérna. Matarboð í gærkvöldi hjá útlendingunum og svo höfðum við kósí kvöld tvær saman að horfa á Sex in the City. Æfingar ganga líka vel en ég stökk 4,40 á æfingu í gær en það hefur bara gerst einu sinni áður. Það var síðasta æfingin mín fyrir Ólympíuleikana í fyrra, þá fór ég 4,40 líka. Þetta hlýtur að lofa góðu.

Í dag ætlaði Silja að læra en hún er ekki búin að fá bækurnar sem hún þarf að nota. Það er próf hjá henni í dag og hún veit ekki einu sinni um hvað kúrsinn er!! Úff vonum bara að bækurnar koma sem fyrst og hún geti tekið prófið. Ef ekki förum við bara að versla......
posted by Thorey @ 09:15   0 comments
þriðjudagur, júlí 12, 2005
Grillveisla

Það eru svo margir útlendingar í Leverkusen þessa stundina að það var ekki annað hægt en að bjóða þeim öllum heim í grillveislu. Við vorum semsagt 9 manns og grilluðum við kjúkling og borðuðum pastasalat og hvítlauskbrauð með. Ummm var hrikalega gott.




Þana eru Jeff, Jillian, Yoo, ég, Mary, Consai, Tim, Silja og Alina

Afmælisbarn dagsins er Rakel vinkona mín. Hún er orðin 28 ára. Innilega til hamingju Rakel mín og ég vona að dagurinn hafi verið alveg fráæbær!!!
posted by Thorey @ 21:52   1 comments
sunnudagur, júlí 10, 2005
Brjálað stuð í Leverkusen!!

Vá það er vika síðan ég bloggaði!! Á þessari viku er ég búin að gera svo ótrúlega mikið að ég veit ekki hvar ég á að byrja. Jú reyndar byrjaði vikan á ferð til Sviss þar sem ég keppti á þriðjudaginn í borginni Lausanne. Það gekk bara ágætlega og munaði bara hársbreidd á að það hefði verið betri ferð. Ég lenti í þriðja sæti ásamt Monicu og Pöwlu með 4,40 í fyrstu tilraun.




Á fimmtudag talaði svo Silja við mig og sagðist vilja komast til mín sem fyrst til að æfa og að fara á mót því hana langar að ná lágmarkinu á HM. Ég sagði bara já reddum því og talaði við einn mótshaldara sem er með mót í Belgíu á laugardaginn 16.júlí og hann sagði að hún mætti alveg endilega hlaupa þar. Silja keypti flug sem fór 4 klst síðar!! Silja er semsagt hjá mér í heimsókn og við erum búnar að hafa það alveg frábært. Á föstudaginn fórum við á Maccaronni, veitingastaðinn með live tónlist og kíktum svo aðeins í einhvern risa klúbb. Alina og Consai (suður afrískur stangarstökksþjálfari) voru með okkur og vá hvað það var gaman!!



Í gær keyrðum við svo ásamt Angi, Sebastian og Sebastian Hess í giftingu Romas (meðleigjandinn minn áður en Angi flutti inn) og ekki var nú neitt leiðinlegra þar... Það tekur 3 tíma að keyra aðra leið og tók þessi giftingaveisla okkur 12 tíma allt í allt en var svo þess virði. Allir skemmtu sér konunglega og parið var svo sætt :)



Æ hvað þetta er búin að vera frábær helgi og hvað það var óvænt og gaman að fá hana Silju mína til mín :)

Síðast en ekki síst voru 2 afmælisbörn í vikunni. Vinkonur mínar þær Karlotta og Hildur áttu báðar afmæli. Karlotta varð 29 ára þann 7.júlí og Hildur 28 ára þann 8.júlí. Innilega til hamingju stelpur!!!!!!
posted by Thorey @ 15:42   2 comments
sunnudagur, júlí 03, 2005
Myndir

Ég er búin að setja inn nýtt myndaalbúm á thorey.net Þetta eru allt myndir frá júní. Smellið hér

Á morgun fer ég til Lausanne í Sviss og keppi þar á þriðjudaginn á Super Grand Prix móti. Þar verða allar þær bestu mættar til leiks. Fyrsta mót Isinbayevu og Feofanovu!!!

Yoo Suk Kim, Suður Kóreu stangarstökkvarinn býr hjá okkur núna tímabundið. Hann er svo fyndinn að ég og Angi erum hreinlega búnar að vera hlæjandi alla helgina. Fínt að fá svona stuðbolta inn á heimilið. Hann verður í þýskalandi í allt sumar en mun líka keppa á HM í Helsinki í ágúst.




Í miðbæ Leverkusen í dag
posted by Thorey @ 18:47   5 comments
laugardagur, júlí 02, 2005
Elísabet orðin mamma :)

Elísabet og Himmi eignuðust son í gær. Ég vil óska þeim alveg innilega til hamingju með litla strákinn sinn. Ég á eina af síðustu myndunum af henni áður en hún átti :) Sjáið hvað hún er glæsileg, þetta er tekið 3 dögum fyrir fæðingu, þann 28.júní en hún átti 1.júlí


posted by Thorey @ 20:35   0 comments
Þýska meistaramótið

Tim vann með 5,75, annar var Danny Ecker með 5,75 og náði þar með lágmarkinu á HM og þriðji varð Richi með 5,70. Þannig að Tim, Lars og Danny fara á HM.

Við vorum þarna 10 saman að horfa á mótið í dag og því fínasta stemning hjá okkur. Völlurinn var reyndar fullur af fólki svo það var ekki verra.

Kvöldið er svo búið að fara í rólegheit með nokkrum danssporum inn á milli því Live 8 tónleikarnir eru í sjónvarpinu og á öllum útvarpsstöðvum. Meira snilldin hjá Bob Geldof og félugum að koma þessu í kring. Nú er bara að þessir 8 leiðtogar hlusti og láti vilja fólksins, vilja heimsins, verða að veruleika.

Eins og Gandhi sagði (man ekki orðrétt en það var eitthvað á þessa leið):
First they ingore you
Then the laugh at you
After that they consider you
Then you win
posted by Thorey @ 19:52   0 comments
Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile