the
 
the
föstudagur, desember 31, 2004
Gleðilegt nýtt ár

og takk fyrir það gamla. Svo vil ég fá að þakka ykkur kærlega fyrir stuðninginn ykkar með því að lesa bloggið mitt og að fylgjast með stökkunum mínum á árinu.

Stórt takk til styrktaraðila og sérstaklega til VISA
posted by Thorey @ 10:48   4 comments
föstudagur, desember 24, 2004
JÓL

Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Hafið það sem allra best um jólin.
Þórey
posted by Thorey @ 01:03   8 comments
þriðjudagur, desember 21, 2004
..................og ég er komin í jólafrí :)
Þótt ég hafi bara verið í tveimur prófum þá hef ég ekki lesið moggann eða horft á fréttir í 1 og 1/2 mánuð hvað þá hitt eða talað við vini.
Nú taka bara við æfingar, TMC partý, Bubbi á Þorláksmessu, kaupa jólagjafir, hitta öll börnin, lesa bækur og borða jólamat :)
posted by Thorey @ 14:50   2 comments
fimmtudagur, desember 16, 2004
Ég
.................er komin HEIM!!!
posted by Thorey @ 23:04   6 comments
þriðjudagur, desember 14, 2004
Sykursjokk

Ég er búin að vera í sykursjokki í allan dag. Ég er byrjuð að fara til nýs sjúkraþjálfara hérna í höllinni en hann er 65 ára barnlaus og ógiftur en algjör afi í sér. Í hvert skipti sem ég sé hann treður hann upp á mig smákökum eða öðru bakkelsi. Ég lofaði honum að koma með smákökur frá Íslandi þegar ég kæmi til baka eftir áramót og ég gleymi aldrei gleðisvipnum sem hann gaf mér. Algjör dúlli.....
posted by Thorey @ 18:03   0 comments
mánudagur, desember 13, 2004
Ég "dó" í nótt..

Nei ekki var það áfengisdauði heldur bara enn einn skrítni draumurinn. Mig dreymdi að ég hefði fengið miltisbrandsbréf frá geðveikum "aðdáenda". Ég semsagt smitaðist af þessu og það fór að vaxa eitthvað dýr inn í heilanum á mér sem átti svo að vera búið að drepa mig eftir 2 vikur.....
posted by Thorey @ 13:31   3 comments
sunnudagur, desember 12, 2004
3. í aðventu!!

Helgin var bara furðu góð. Ég var í prófinu mínu í Samgöngutækni á laugardaginn og gekk það nú líka bara svona rosa vel :) Enda var ég búin að læra eins og brjálæðingur fyrir þetta. Ég hef þó mun meiri áhyggjur af næsta prófi sem er bara eftir 8 daga og í millitíð er heimför sem tekur ansi mikinn tíma með öllu því stáelsi sem því fylgir. Ég kláraði þó eiginlega allar jólagjafir í dag en ég skellti mér aftur á jólamarkaðinn í Köln, í þetta sinn við Köln Dom. Á jólamörkuðunum er hægt að kaupa allskonar þýskt delikatesse sem er tilvalið í jólagjafir handa ömmum og öfum (þau eru nú ekki svo tæknivædd að þau lesi bloggið mitt þ.a ég hef engu kjaftað...).

Umm ég eldaði svo góðan kvöldmat í kvöld. Ég kippti með mér andabringum þegar ég fór frá France og uppskrift frá meistarakokkinum sjálfum og ég held hreinlega að þetta hafi bara heppnast vel. Ég eldaði semsagt önd í appelsínusósu með gratineruðum kartöflum!!! Ég held að ég sé öll að koma til í eldamennskunni, ótrúlegt en satt......

Jæja, nú er bara um að gera að fara að ráðast á Vistfræðina. Ekki seinna að vænna....


posted by Thorey @ 20:48   0 comments
föstudagur, desember 10, 2004
Weihnachtsmarkt

Ég, Angela og Sebastian (við sem búum saman) skelltum okkur til Kölnar í gærkvöldi á jólamarkað. Ég varð að taka mér smá frí frá lestri enda að rotna inn í herberginu mínu þrátt fyrir stífar æfingar. Þetta var í annað sinn sem ég geri eitthvað annað en að læra eða æfa síðan ég kom hingað í lok október. Þessir jólamarkaðir eru rosalega kósí og eru útum alla Köln. Að sjálfsögðu brögðuðum við á Glühwein en mér fannst það nú ekkert gott. Ég mundi frekar kjósa venjulegt rauðvín.



Angie, ég og Sebastian... það má alveg hlæja af húfunni minni...



Kósí andrúmsloft :)
posted by Thorey @ 13:28   4 comments
miðvikudagur, desember 08, 2004
Vinkona mín er að fara að eignast barn næsta sólarhringinn!!!!!

Hún ónefnd Sigurjónsdóttir ætlar að fara að kíkja á okkur hérna megin :) Ég er svo spennt!!!!
posted by Thorey @ 18:50   2 comments
Draumar

Síðastliðnar nætur hef ég ekki sofið sem skyldi vegna lesturs. Sef því frekar laust en upplifi hin ýmsu ævintýri í draumunum (maður man drauma aðeins þegar maður vaknar upp í þeim). Um daginn dreymdi mig Pearl Harbor eða í draumnum hét þetta Pearl Harbor...sko, mín útgáfa... Um kvöldið áður hafði ég verið að skoða myndirnar hans Richis frá Hawaii (og Pearl Harbor) og einnig ræddum við mikla pólitík.

Draumurinn var þannig að það voru 2 risastór skip, eitt með ríku fólki og hitt með venjulegu fólki. Ég var í því seinna og var að vinna í eldhúsinu. Svo er talið niður og allir bíða eftir dauðanum en það átti að eitra fyrir okkur. Ég sá glugga og smeygði mér út og synti eða flaug í loftinu þar til ég lenti á jörðinni hjá hinu skipinu. Ég var semsagt sú eina sem lifði af. Stuttu seinna komu allir úr mínu skipi en þeir áttu ekki að deyja fyrr en eftir 4 mánuði. Þar hitti ég eitthvað fólk sem ég þekkti. Ég skammaðist mín samt rosalega og var svarti sauðurinn í hópnum því ég gat ekki tekið dauða mínum heldur flúði. Ég var samt svo reið allan drauminn því mér fannst svo ósanngjarnt að við, þessir venjulegu, áttum að deyja en ekki ríka fólkið...... (Spurning hvort þetta sé dulin minnimáttarkennd eða öfund...hvað segir sálfræðingurinn??)

Svo er mig alltaf að dreyma að það er ekki pláss fyrir tennurnar í efri gómnum hjá mér og í eitt skiptið molnaði einn jaxl og í annað skipti fóru frammtennurnar í kross og vá þvílíkur sársauki sem ég fann!!

P.s Hef í raun ekki mikið að segja, bara að reyna að sleppa við lestur.....
posted by Thorey @ 18:13   5 comments
sunnudagur, desember 05, 2004
2. í aðventu

Já jólin nálgast. Ég fór í jólaskrautsleiðangur um daginn og fann bara seríu sem var glær. Í öllu Leverkusen var bara til glær jólasería. Ég sé heldur hvergi litaða seríu í glugga. Þetta virðist ekki vera "inn" hérna. Mér finnst marglituð flottust en ég lét mig þó hafa það og skellti þessari glæru í gluggan. Betra en ekkert.

Rens og Richi komu frá Hawaii í gær sem þýðir að ég er aftur orðin bíllaus. Ferðin var víst algjört ævintýri eins og ég get nú vel trúað. Þeir fóru meðal annars að skoða stjörnuskoðunarstöðina. Hún er í rúmlega 4000m hæð og var rétt liðið yfir Richi þarna á toppnum. Það þurfti að koma með súrefniskút handa honum svo hann dytti ekki niður. Það var mjög spes að skoða myndirnar og sjá fullt af myndum af ströndinni, þá á skýlunni einni fata og svo allt í einu snjór, fjallagalli og súrefniskútur. Ég verð hreinlega að fara þangað einn daginn.

Lærdómurinn hefur rok gengið. Sammara glósurnar hennar Silju eru hreinlega að bjarga vetrinum hjá mér.... eða það kemur í ljós...
posted by Thorey @ 22:59   3 comments
föstudagur, desember 03, 2004
Smáræði um karlmenn

(tekið af síðunni hennar Silju)

Nokkrar "staðreyndir" um karlmenn:
1.HVERS VEGNA ERU KARLMENN GÁFAÐARI MEÐAN ÞEIR HAFA MÖK?
(vegna þess að þeir eru tengdir við snilling!)

2.HVERS VEGNA BLIKKA KONUR EKKI AUGUNUM MEÐAN ÞÆR HAFA MÖK?
(þær hafa einfaldlega ekki tíma!)

3.HVERS VEGNA ÞARF MILLJÓNIR SÆÐISFRUMA TIL AÐ FRJÓVGA EGG?
(þær stoppa ekki til að spyrja vegar)

4.HVERS VEGNA HRJÓTA KARLMENN ÞEGAR ÞEIR LIGGJA Á BAKINU?
(pungurinn fellur yfir rass gatið og stöðvar gegnumtrekkinn)

Þið eruð farnar að brosa núna stelpur, er það ekki? ;o)

5.HVERS VEGNA FENGU KARLMENN STÆRRI HEILA EN HUNDAR?
(annars væru þeir riðlandi á fótleggjum kvenna í kokteilboðum)

6.HVERS VEGNA SKAPAÐI GUÐ MANNINN Á UNDAN KONUNNI?
(þú þarft jú gróft uppkast áður en þú gerir lokaútgáfuna)

7.HVE MARGA KARLMENN ÞARF TIL AÐ SETJA KLÓSETTSETUNA NIÐUR?
(hmm, veit ekki.....það hefur ekki gerst ennþá)

Einn góður í lokin...

8.HVERS VEGNA SETTI GUÐ KARLMANNINN Á JÖRÐINA?
(vegna þess að titrari slær ekki garðinn)

HAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA
posted by Thorey @ 18:04   2 comments
miðvikudagur, desember 01, 2004
Löppin

Vá hvað löppin er miklu betri. Alveg ótrúlegt. Samt var þetta nú ekki cortison sprauta heldur bara eitthvað náttúrulegt eins og maurasýra. Þjóðverjar eru mjög hrifnir af sprautum og stinga bara hér og þar svona af og til. Það fer ein saga af þessum lækni sem sprautaði mig. Hann er um fimmtugt og er gamall frjálsíþróttamaður sem er enn að æfa. Fyrir c.a 6 árum var hann að skokka í upphitun með nokkrar sprautur í öðrum buxnavasanum. Svo byrjar hann að skokka en er eitthvað íllt í hnénu. Dregur fram sprautu og skellir í sig. Eftir aðra 100m var honum enn íllt og dró hann fram þá næstu og splash. Þetta gerði hann þar til hann hafði hitt á rétta staðinn og verkurinn var farinn. Þá voru dregnir fram gaddaskórnir.
posted by Thorey @ 13:16   2 comments
Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile