miðvikudagur, september 22, 2004 |
|
Ég var i Monaco um helgina. Ásamt ferðinni til Donetsk er þetta eftirminnilegasta ferðin mín (fyrir utan Aþenu að sjálfsögðu). Þó staður frá hinum endanum....
Monaco er ekki raunveruleiki. Að detta þarna inn er eins og að detta inn í gerviheim eða tölvuleik þar sem leikurinn snýst um að vera sem ríkastur, í sem dýrustu fötunum, þekkja fleiri af þekktu fólki en hinn andstæðingurinn, eiga flott hús og dýran bíl. Enda er þetta draumaheimur ríkafólksins. Aftur á móti hálf hneikslar þetta fólk með jafn lítið hjarta og ég. Ég gæti aldrei búið þarna og varla verið lengur en í kannski viku. Það var þó rosalega gaman að koma þarna og fá að víkka sjóndeildarhringinn... svo lenti ég sko i ævintýri.....
Eftir mótið (fór 4,35 og lenti í 7.sæti) var Gala dinner þar sem ég var eins og hálfviti í gallabuxum. Ég hafði ekki hugmynd um þessi flottheit eins og aðrir sem voru þarna í fyrsta skiptið. Það reddaðist þó og ég var bara nógu fín. Bekele og Isinbayeva urðu kosin íþróttamenn ársins og eiga þau bæði það svo sannarlega skilið.
Eftir matinn, sem var kærkominn eftir 12 tíma svelti (borðaði morgunmat og keppti og svo var þessi verðlaunaafhending sem tók eilífð), var haldið á skemmtistaðinn Jimmiz og þar heilsaði ég upp á Albert prins ;) og fleiri ágæta menn. Berti karlinn ætlar bara að kíkja i laxveiði til Islands og ég á að lána honum græjurnar.... Umboðsmaður Juan Pablo Montoya ætlar að redda mér á tískusýningu á tískuviku í Mílanó um mánaðarmótin og á fund með fólki frá Armani.... Auðvitað kinkar maður bara kurteislega kollinum og hugsar "jæja vinur, þú segir það já. Já þú ert sko very important og æðislegur gaur, má ég koma heim með þér..." je right!!!!
En svona er semsagt lífið í Monaco. Eintóm vinsældakeppni.....
Myndir eru komnar inn á thorey.net |
posted by Thorey @ 14:44 |
|
|
föstudagur, september 17, 2004 |
|
Ég og Angela (nýji leigjandinn) fórum í IKEA í dag. Ég dýrka þessa búð, það er svo gaman að fara þangað svo fær maður svo gott að borða líka ;) Ég keypti bara ýmislegt smádót eins og herðatré, snaga, straubretti, blóm, ruslatunnu osfrv en hún var að ákveða hvaða húsgögn hún ætlar að fá sér.. oh svo gaman!! Angela var ár í Bandaríkjunum og núna er hún eins og klippt út úr clueless bíómyndinni, ég veit ekki hvernig hún var fyrir ferðina. Hún er svona pirrandi týpa sem er lúmskt gaman að, ég fíla hana bara ágætlega.
Setning dagsins : OH MY GOD.... segir þetta ekki allt sem segja þarf!!
Á morgun fer ég til Monaco. Ég er bara eins tilbúin og ég get verið á þessum tíma árs. Ég held að þetta verði ótrúlega gaman. Við gistum á einhverju hallarhóteli alveg á ströndinni svo bikiníið fær að fljóta með ásamt smá partýfötum því það er víst flott lokahófið.. :) Þetta er reyndar stutt stopp þessi ferð og ekkert víst að það gefist neinn tími í eitthvað sólbað. Ekki ligg ég í sólbaði daginn fyrir mót eða á keppnisdaginn og svo er flugið kl 13 á mánudaginn sem þýðir að ég þarf líklega að leggja af stað á flugvöllinn um 10 = ekkert sólbað... :( kannski ég skilji bikiníið bara eftir.
Góða helgi,
Þórey
|
posted by Thorey @ 20:33 |
|
|
fimmtudagur, september 16, 2004 |
|
Brrrrrrrr mér er svo kalt. Ég er að fara niðrí bæ (á hjóli) og ég ætla sko að fara í úlpu með trefil, vettlinga og í sokkabuxum.... samt segja þeir að það sé 20 stiga hiti... glætan!!!!!
Æfingar hafa gengið bara ágætlega í vikunni. Ég er nú samt enn eitthvað þreytt og er eins og draugur á æfingu. Ég ætla að reyna að sofa vel næstu nætur og þá ætti Monaco að reddast.
Ég var aldrei búin að segja ykkur að ég er komin með nýjan meðleigjenda. Stelpu!! Hún er reyndar um tvítugt en ég held hún sé bara fín. Hún var síðastliðið ár í Nebraska á skólastyrk en var ekki að fíla þjálfarann þar svo hún kom heim aftur. Hún heitir Angela Dies og á 6,36 í langstökki.
Þýskuskólinn er byrjaður aftur. Ég er í Grundstufe II A.... allt að koma :) Kennarinn hrósaði mér reyndar í fyrsta tímanum því ég væri farin að tala miklu meira. "Hvað gerðist?" sagði hún bara. Skýringin er sú að ég skipaði loksins fólki að fara að tala þýsku við mig og hætta með þessa fjárans ensku. Virkaði!!! |
posted by Thorey @ 14:11 |
|
|
mánudagur, september 13, 2004 |
|
Góðvinur minn, Yoo, mætti á batman.is í gær. Tékkið á því hér
Við erum búin að gera mikið grín af nafninu hans i allt sumar. Hann býr i bandaríkjunum og þetta er ekki auðvelt nafn að bera þar. Hann hlær og gerir grín að sér sjálfur svo þetta er ekkert einelti....
Haustið er komið. Það er nú enn samt 20-25 stiga hiti en laufin eru farin að falla og þau liggja hér i haugum á götunum. Svo styttist alltaf í það að ég komi heim. Jeij. Ég kem 25.sept :) |
posted by Thorey @ 13:34 |
|
|
sunnudagur, september 12, 2004 |
|
Litli brós á afmæli í dag, hann er 23 ára. Einnig á Guðrún, mágkona mín, afmæli og en er 32 ára.
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ BÆÐI TVÖ!!! |
posted by Thorey @ 15:50 |
|
|
|
|
Svona var helgin:
|
posted by Thorey @ 14:21 |
|
|
föstudagur, september 10, 2004 |
|
Ítalíuferðin var nú ágætlega skemmtileg þótt ég hafi sökkað í keppninni. Ég var bara engan veginn að fíla mig og var bara hreinlega eins og sprungin blaðra. Ok, ykkur finnst ég hæg fyrir en þið hefðuð átt að sjá mig þarna. Ég hreyfðist ekki... hehe Ég held að ástæðan fyrir því sé bara sú að ég er orðin mjög þreytt og hef bara ekki náð að jafna mig af kvefinu. Ég stökk bara á æfingaatrennunni minni og á æfingastöngum og fór 4,20 sem er bara það vanalega sem ég stekk á þessarri atrennu.
Við Kellie og Mary höfðum það samt fínt í ferðinni. Kíktum aðeins í búðir og á ítölsk kaffihús þar sem við gátum fundið ýmislegt girnilegt. Eins og ég sagði þá vorum við allar saman í herbergi og komst ég að ýmislegu furðulegu um þær stöllur. Kellie er með samanbrjótunar áráttu. Hún brýtur saman g-strengina sína meira að segja.... hehehe
Ég var að setja inn myndir sem þið getið kíkt á á thorey.net
Núna hef ég heila 10 daga í pásu frá ferðalögum. Ég ætla bara að sofa, borða og æfa. Ég vona að ég nái að pumpa í dekkin mín og rúlli atrennuna í Monaco.
|
posted by Thorey @ 14:39 |
|
|
þriðjudagur, september 07, 2004 |
|
Troisdorf gekk vel thott eg hafi ekki komist yfir andskotans ranna.... Eg for bara 4,31 en stangirnar voru ad virka vel og eg mun liklega profa thaer frekar a naesta ari. Leszek var mjog anaegdur med mig og thad er nog fyrir mig :)
Nuna er eg komin til Rovereto a Italiu en thetta er sma baer lengst i nordri rett hja Gardavatni. Eg held ad Kristjan Johannsson fraendi minn og storsongvari eigi heima herna einhversstadar. Eg aetti kannski ad banka uppa ...
Motid er a morgun og leggst thad bara agaetlega i mig, thad verdur allavera fjor hja okkur. Eg er i herbergi med Mary Sauer og Kellie Suttle en thaer eru frabaerar. Thad eru allir frekar easy going thessa dagana enda OL buid og folk komid i eftirretta filinginn. By the way, eg fekk besta eftirrett ever adan, hreinlega get ekki haett ad hugsa um hann :)
Eg tek myndir fra thessum otrulega fallega stad og set a netid seinna, einnig mun eg koma inn nokkrum myndum fra Ol vid fyrsta taekifaeri.
|
posted by Thorey @ 19:40 |
|
|
sunnudagur, september 05, 2004 |
|
Þá er ég komin frá Aþenu (og Brussel) og er enn á lífi. Ég held þið hafið sett met í commentum og óska ég ykkur til hamingju með það :) OG TAKK FYRIR ÞAU
Það er nú enn heilmikið á dagsskránni hjá mér. Á eftir er ég að fara að keppa á götumóti hér nálægt Köln og verður það heilmikið stuð. Á svona götumótum er alltaf spiluð tónlist í botni á meðan maður stekkur og áhorfendur eru vel með á nótunum. Ég ætla að prófa styttri stangir, ég hef verið á 4,60m löngum stöngum en held aldrei hærra en 4,40 svo ég ætla að prófa 4,45m langar stangir. Þær eru léttari að hlaupa með og hún bognar betur. Sjáum hvernig það fer....
Á þriðjudaginn held ég svo af stað til Ítalíu þar sem ég keppi á miðvikudag í Rovereto. Síðan keppi ég á Grand Prix final í Monaco þann 18.sept og síðasta mótið verður í Munster þann 23.sept. Þar keppa bæði karlar og konur þannig að það verður mikið stuð. Strax eftir mótið förum við öll í sumarkofa sem umboðsmaðurinn okkar á (Marc Osenberg) og höldum upp á tímabilið.
Ég ætla að reyna að vakna af þessum bloggdvala sem ég lagðist í eftir ÓL enda loks búin að jafna mig á spennufalli, svefnleysi og lystarleysi...... hættið að óttast, ég er farin að háma í mig eins og gámur....hehe
|
posted by Thorey @ 08:40 |
|
|
|
|