the
 
the
mánudagur, júní 28, 2004
Gateshead gekk ekki nógu vel hjá mér. Fór bara 4,25. Það koma nú oft smá lægðir eftir bætingu svo ég er ekkert óróleg yfir neinu. Eins og flestir vita sett Isinbayeva nýtt heimsmet og tilkynnti í leiðinni í viðtali á vellinum að hún ætti best 5,0m en ætlaði sér að hækka heimsmetið um einn cm í einu.

Það var nokkuð greininleg allstaðar að England væri dottið út úr EM í fótbolta. Enn er ekki talað um annað í blöðunum og ég eiginlega vorkenni Beckam karlinum bara. Hann er svoleiðis rifinn í sundur að ég skil bara eiginlega ekki afhverju hann skiptir ekki bara um þjóðerni...

Hér er smá dæmi. Það er dálkur í einu blaðanna sem kallast Leonie´s guide to life en þar er fólk að fá ráð við hinum ýmsu vandamálum:
Spurning:
"I used to worship David Beckham, but now I blame him more than the Swiss referre for what happened in last Thursday´s match against Portugal. Am I being too hard on the bloke?"
Svar:
"If we were going to lose to anyone, it was best that it should be to the gracious host nation and our oldest military ally, we should hope the Portuguese go on to win the Euro 2004 tournament. As for Becks, I´ve never seen anyone appear more tired on a football pitch. Whith a million problems closing in on him, both on and off the pitch, the man is clearly suffering from the most appalling case of burn-out. Since he seemed to blame the penalty spot for his missed kick, I wonder if there was a dressing-room discussion with the other takers afterwards, bringing a whole new meaning to the words, "Did the Earth move for you too honey?""

Ég held að hann hafi verið alveg svakalega óheppinn. Vítateigspunkturinn var eitthvað skrítinn og hann þurfti að taka fyrsta vítið. Hinir sáu hvernig fór og gáðu að sér. En pælið í því, maðurinn klúðrar einu sinni og hann er í öllum blöðum í marga daga og hann er gjörsamlega hakkaður í spað!!! Veit nokkur hvað hinn gaurinn heitir sem klúðraði hinu vítinu???
posted by Thorey @ 19:13   3 comments
föstudagur, júní 25, 2004
Þá er ég mætt aftur til Þýskalands en í þetta sinn er ég með tölvu með mér :) Ég er svo ánægð með nýju tölvuna mína að ég er að springa. Maður getur gert allan fjandann á henni.

Ég flaug með næturflugi frá Kef til Dusseldorf og var lent kl 6 að staðartíma. Eftir að hafa hent stöngunum í geymslu, tekið lestina heim og brölt uppí íbúð sá ég að ég var með tvo gesti. Reyndar tók á móti mér alveg hrikalega þungt loft að það lá við að ég kúgaðist. Þegar ég leit inní herbergið mitt sá ég að Hanna Mia Persson lá í rúminu mínu og Oskar Jansson á svefnsófanum..... guð má vita hvað þau höfðu verið að bralla um nóttina.... nei grín, aumingja Oskar hefur aldrei verið við kvenmann kenndur enda mjög spes gaur. En allavega, ég vakti þau og þá sá ég að Oskar var í einhverjum íþróttagalla og þar kom skýringin á loftinu. Þau lögðu af stað í dag á mót, hún til Cuxhaven en hann til Lille og Oskar ákvað bara að vera ekkert að skipta um föt.... sexyyyyy
posted by Thorey @ 17:29   1 comments
miðvikudagur, júní 23, 2004
Mér finnst svo fyndið að fara á æfingu inn í Laugum og sjá alla þessa tjokko-gæja sem eru að fíla sig í botn. Stundum held ég hreinlega að ég sé stödd í Þýskalandi þar sem broddaklipping, mjög þrönur bolur þannig að bicepinn sprengir hann og ofursólbrúnir gaurar eru að spóka sig. Ég hef eiginlega aldrei æft á líkamsræktarstöð og því aldrei vitað hvernig stemningin þar er. Ég skil ekki hvað fólk græðir á því að háma í sig stera (ég er ekki að segja að þeir séu á sterum.. en gæti þó trúað því) og hlaða á sig gervivöðvum. Þetta er einhverskonar heilsuræktarblekking....

Sem betur fer er mikið að "venjulegu" fólki þarna, reyndar flestir, og því í heildina fíla ég staðinn alveg ágætlega.
posted by Thorey @ 22:56   0 comments
þriðjudagur, júní 22, 2004
Verð að benda á alveg geggjaðar myndir frá keppninni sem Sigurjón Guðjónsson og Árni Torfason tóku:
www.arni.hamstur.is
og
www.sigurjon.com
posted by Thorey @ 20:11   6 comments
Þá er Evrópubikarinn afstaðinn og fór mótið mjög vel fram. Ég vann mína grein en mikið meira var það nú ekki. Ég fór 4,20 en reyndi svo við 4,42 sem hefði verið vallarmet. Það gekk ekki og varla við því að búast. Ég var í engu stuði, hásinin mjög slæm og kuldi og hliðarvindur... brrrrr. Þrátt fyrir að ég hafi ekki verið í miklu stuði þá fannst mér mótið sjálft mjög skemmtilegt og allt í kringum það til fyrirmyndar. Nokkuð ljóst að við Íslendingar erum full fær í að halda stórmót, kannski að Evrópumót innanhúss sé næst.

Ég get aðeins gagnrýnt einn hlut en sá hlutur er þó mjög mikilvægur. Mér fannst hreinlega skandall að rukka fólk um 1000kr við inngang. Við hreinlega misstum af góðu tækifæri til að fá fólk á völlinn og til að skapa þá meiri áhuga á frjálsum íþróttum hjá almenningi. Þurfum við ekki fyrst að gera greinina vinsælli svo fólk verði tilbúið til að borga fyrir skemmtunina? Rökin með greiðslunni voru meðal annars þau að völlurinn var leigður og þurfti að fá pening inn fyrir leigunni. Ætlið þið að segja mér að sala á 100 miðum ,í mesta lagi, geri gæfumuninn! Fámennið í stúkunum var sorglegt.
posted by Thorey @ 19:46   0 comments
fimmtudagur, júní 17, 2004
Við sem erum í landsliðinu fyrir Evrópubikarinn um helgina fengum viku passa í Laugar. Ég skellti mér á æfingu þar í kvöld og verð ég bara að hrósa stöðinni. Hún fær 4 stjörnur af 5. Lyftingasalurinn er stór og flottur með góðu teygjuæfinga svæði og baðstofan er hreint út sagt geggjuð. Þarna þarf maður ekki að vera berrassaður eins og í Þýskalandi og nýtur maður því alveg í botn að vera þarna. Frábært er að hafa frjálsíþróttavöllinn alveg við og sundlaugina líka. Það eina sem ég mundi vilja setja út á stöðina er verðlagið sem er allt of hátt, sérstaklega á baðstofukortunum. Þó skil ég að einhvern veginn verði að fjármagna öll þessi glæsileg heit. Einn mínus í viðbót fær lyftingasalurinn. Mér finnst aðeins of þröngt um mann, svæðið fyrir ólympískar er nánast ekkert og er það stór galli.
Í heildina er þetta alveg frábært og lang besta aðstaðan til að æfa á Íslandi. Ég hlakka til að mæta á morgun :)
posted by Thorey @ 00:14   1 comments
þriðjudagur, júní 15, 2004
Bryndís frænka og vinkona og Rúnar (vinur minn.... ef þú hættir að stríða mér...) voru að eignast strák í gærkvöldi. Hann var engin smá smíð, 18 merkur!! Innilega til hamingju með hann!!

Karlotta vinkona var líka að eignast barn. Það kom stelpa í heiminn hjá henni þann 9.júní og er ég búin að kíkja á hana. Hún er ekkert smá sæt. Innilega til hamingju með litlu dúlluna!!!

Þetta er skammturinn af börnum í bili en það eru að sjálfsögðu fleiri á leiðinni.

Ég er stödd á klakanum næstu viku og mun vonandi ná að sjá öll börnin MÍN...

posted by Thorey @ 15:22   1 comments
laugardagur, júní 12, 2004
4,54!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Loksins loksins!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Ég er búin að vera með þetta alltaf svona "næstum því" og var nú orðin frekar leið á því þess vegna er þetta mikill léttir. Ég er í þrusu góðu formi og nú er bara að halda þessu áfram.

Sigrún er í heimsókn hjá mér en hún er hér í mini-æfingabúðum þar sem hún kom á miðvikudag og við förum saman heim á sunnudag. Það hefur gengið bara vel hjá henni og segist hún vera búina að læra fullt. Heimasíðan hennar er http://www.blog.central.is/fjeldsted/index.php
posted by Thorey @ 08:11   7 comments
þriðjudagur, júní 08, 2004
Thad hefur verid rett akvordun ad drifa mig bara til Ostrava thott eg vaeri a annarri loppinni. Eg skellti 500mg af aspirini i mig rett fyrir mot og thad tok mesta verkinn. Eg stokk agaetlega, for 4,40 og atti mjog godar tilraunir vid 4,51. Mer finnst eg vera i godu formi thott timabilid aetli ad hokta af stad. Eg er mjog anaegd med daginn i dag og sjalfstraustid fekk sma boost. Stacy Dragila vann med nytt heimsmet 4,83 og eg og Monica Pyrek vorum saman i 2-3.saeti med 4,40. Thetta var mjog sterkt mot med russnesku stelpunni Tationu Polnovu sem a 4,70 og Jillian Swartz sem a 4,60. Nu er bara ad taka thetta islandsmet en thad er eins og is sem eg tharf ad brjota til ad geta farid ad stokkva 50 af oryggi og tha kannski dettur 60 inn einn daginn.... thad vaeri geggjad :)

Eg fer til Leverkusen a morgun og Sigrun Fjeldsted kemur til min um midjan daginn. Eg hlakka ekkert sma til ad fa hana i heimsokn. Fyrsta heimsoknin min til Thyskalands...jibbbbi
posted by Thorey @ 19:49   1 comments
sunnudagur, júní 06, 2004
Sma breyting a plani. Eg skelli mer til Ostrava en umbodsmadurinn minn var buinn ad kaupa mida fyrir mig a 60.000kr svo madur verdur bara ad fara. Ef hasinin verdur ekki nogu god tha stekk eg ekki en annars aetla eg ad reyna. Sjaum hvad gerist.
Fer tha i fyrramalid og kem til baka a midvikudag.
posted by Thorey @ 18:33   1 comments
Eg for nu aftur ut fyrir rumri viku sidan en ferdin heim var ansi god og hasinin lagadist heilmikid. Eg var nu reyndar ad koma til Leverkusen nuna en eg var ad keppa i gaer i Sevilla. Mer gekk illa, felldi byrjunarhaedina og versnadi thvilikt i hasininni. Thannig ad astandid a mer er bara alls ekki nogu gott :(
Eg verd ad sleppa super grand prix motinu sem er a thridjudaginn i Ostrava og leggjast bara a baen i stadinn. Thad er mot a föstudaginn her i thyskalandi sem eg vonast til ad geta stokkid a. Eg kem svo heim aftur a sunnudaginn 13.juni og fer i viku therapi fyrir Evropubikarinn thar sem eg vonast til ad sja ykkur öll a ahorfendapöllunum (eda inn a vellinum ad keppa.. )

Jaeja, aetla ad demba mer i Mariubaenirnar....
posted by Thorey @ 13:10   0 comments
Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile