the
 
the
mánudagur, september 29, 2003
Nu er eg maett a annad internet kaffihus en get ekki breytt andskotans lyklabordinu. Frakkarnir eru svo ofugir ad thad er naestum otholandi. A er thar sem Q a ad vera og M er thar sem AE er og svo tharf ad yta a shift til ad fa tolustafi og punkt eda kommu........
Eg for hingad til ad ga ad ibud a netinu en eg er ekki enn komin med heimilisfang i nyja landinu minu. Ekki gott!! Eg fann eina sidu en hun er bara a thysku svo thad er ekki ad hjalpa mer. Aetli eg neydist ekki til thess ad vera bara a gotunni fyrstu dagana, madur hefur nu bara gott af thvi....eda hvad? Nei, aetli tjaldfiflid verdi ekki ad bjarga mer fyrstu dagana..hehe (sorry, sma einkahumor)

Hildur fraenka er heimavinnandi horkukerling sem eldar ofan i thrja syni sina tvisvar a dag. Eg er semsagt buin ad borda a mig gat i naestum viku. En hvernig er haegt ad segja nei vid andabringum, svinapottretti og dyrindis kjuklingarettum, rjoma og jardaberjum??? Eg var reyndar komin med frahvarfseinkenni hreyfingarleysis og dreif mig thvi ut ad skokka i morgun, annars er eg ekki buin ad gera neitt hingad til.

Eg er ad reyna ad redda thessu farangursveseni og pakkadi fotum i kassa og sendi til Richi i morgun. Eg stefni a ad faekka farangrinum um eina tosku med thvi ad pakka flugfreyjutoskunni ofan i storu toskuna. Held thad muni ganga. Annars keypti eg mer hrikalega kapu i gaer, sem er svona 5kg, en mun bara vera i henni a leidinni og ljuga i folk ad eg se a leidinni til Siberiu til ad rannsaka rùssneska seli...eda eitthvad... Eg verd ad segja ykkur verdid a henni, 8000kr!!!! Faranlegt, hun hefdi kostad minnst 50.000kr heima!!
posted by Thorey @ 13:03   1 comments
laugardagur, september 27, 2003
Loksins, loksins fann ég netbúllu. Frænka mín er ekki sú nútímalegasta og tekur ekki í mál að fara að fá sér einhverja bannsetta tímadrápsvél inn á heimilið. Ég er semsagt komin til France eftir frekar ævintýralegt ferðalag. Eins og flestir vita, vonandi, þá er ég að flytja til Þýskalands og var því með ágætan pakka af farangri með mér. Ég tók Flugleiði út til London og náði að væla mig útúr yfirviktinni ennnnnn frá London til Clermont flaug ég með Ryanair (borgaði 1500 fyrir flugmiðann) en þeir leyfa aðeins 15 kg í tékk inn farangur og 7 kg í handfarangur. Allt er mælt mjög nákvæmlega, meira að segja handfarangurstaskan. Fyrst ákvað ég að fela eina tösku hjá einhverjum hjónum sem sátu þarna í hægðum sínum. Tékkaði inn stóru töskuna sem var 20kg og borgaði yfirvikt. Þá ætlaði ég að fara með risastóran göngugarpapakpoka, flugfreyjutösku (sem hjónin geymdu) og svörtu hliðartöskuna í gegnum gegnumlýsinguna. Þar var ég stoppuð og sagt að ég yrði að tékka meira inn, það væri bara ekki fræðilegur möguleiki að ég fengi að fara með þetta um borð. OK, fór semsagt aftur í röðina en náði að hengja mig á einhverjar vinkonur sem voru með lítinn farangur. Sagðist vera að fara í skóla í ár og væri þess vegna með svona mikinn farangur. Ég sagðist líka vera búin að borga heil ósköp í yfirvikt og þær yrðu bara að hjálpa mér. Þær voru nú farnar að vorkenna mér og ákváðu að tékka inn fyrir mig göngugarpabakpokann. Ég þakkaði pent fyrir og gerði aðra tilraun við að fara í gegnum hliðið, nú með 15kg flugfreyjutösku með tölvu og bókum í og svörtu hliðartöskuna. Bretakerlingarnar ætluðu að stoppa mig aftur en ég gargaði bara "this is the third fucking time". Ég æddi frá þeim og reyndi í öðru hliði en þá kom karl sem kerlingarnar sendu á mig en hann sá að það átti að fara að boarda og ég yrði bara að fara með þetta. Semsagt að lokum komst ég um borð og lenti í Clermont :)
Það má geta þess að ég var komin á Stansted kl 15 og fór í gegnum hliðið um 18:30!!
Ég er nú farin að kvíða pínulítið fyrir ferðinni til Leverkusen en ég þarf að tékka tvisvar inn hjá lágfargjaldaflugfélagi. Fyrst í Lyon hjá easyjet og svo í Londan hjá germanwings.
posted by Thorey @ 15:00   0 comments
þriðjudagur, september 23, 2003
Þá er maður bara að fara að stinga af. Á morgun verð í komin í sól og sumar á nýjan leik. Í þetta sinn í Clermont Ferrand í Frakklandi. Ég ætla að vera þar í viku hjá frænku minni sem er búin að búa þar í 18 ár. Eftir þessa afslöppunarviku fer ég svo beint til Leverkusen þar sem ég ætla að búa og æfa í einhvern tíma. Ég hef í rauninni ekki ákveðið neitt fast, ég ætla bara heim þegar ég er hætt að fíla mig þarna. Ég reyndar kem heim eftir mánuð aftur til að ganga frá ýmsum hlutum en verð þá í um tvær vikur. Ég kem heim á besta tíma því tíkin okkar verður ný búin að eignast hvolpa en þeir verða um tveggja vikna og því komnir á skemmtilegan aldur.
posted by Thorey @ 10:56   0 comments
mánudagur, september 22, 2003
Ég er hálf fegin að helgin skuli vera búin. Ég skemmti mér samt bara ótrúlega vel. Reunionið heppnaðist bara ansi vel og kom mér á óvart hvað það var auðvelt að hitta bekkinn aftur. Eins og ein sagði þá var bara eins og við hefðum sést síðast í gær en reyndar hef ég ekki séð þessa krakka í 10 ár.

Eftir reunionið fór ég á Hverfisbarinn til að hitta Sigrúnu Dögg. Samræðurnar sem maður lendir stundum í eru frekar skondnar. Ég lenti í hörkurifrildi við einn gæja sem vildi endilega ræða pólitík en ég var ekki alveg jafn til í það sérstaklega þar sem þetta var eitt af fáum skiptum sem ég er í fríi og skelli mér á Hverfis. En hann þrjóskaðist við og sagði að ég væri búin að gefa það út að ég væri komin í pólitík og yrði því að vilja ræða hana hvar og hvenær sem er.... "allt í lagi herra xD, hvað viltu ræða" Hann var nú ekki aldeilis sammála mér í því að það væri dýrt fyrir foreldra að senda börnin sín í íþróttir eða í tónlistarskóla og skyldi ekkert í þessu væli hjá þeim sem hefðu ekki efni á því...... er hægt að ræða við svona menn???? Svo var hann rosalega ánægður með þessa stéttskiptingu sem er að verða meiri og meiri í þjóðfélaginu og saðgi að hún væri að því góða. Ég sagði félaganum að hypja sig, ég væri í fríi og nennti ekki að ræða við hann! Hvað hefðuð þið gert?
posted by Thorey @ 10:48   0 comments
föstudagur, september 19, 2003
Mig langar dálítið til að stinga bara af um helgina. Er ekki ódýrt flug til Egilsstaða???
posted by Thorey @ 15:46   0 comments
Það lítur út fyrir að helgin verði ansi pökkuð hjá mér. Í kvöld byrjar landsfundur hjá ungum vinstri grænum með rölti um Alþingishúsið og eftir það um skemmtistaði. Planið hjá mér er líka að hitta skólakrakkana og horfa á IDOL og svo er víst frjálsíþróttapartý í kvöld.

Á morgun heldur landsfundurinn áfram með fundarsetu í þetta skipti frá 10 - 17. Ég fæ samt að skreppa í Ráðhúsið að tefla frá 14 - 15 en þar á að setja Evrópumet í fjöltefli kvenna. Maður þarf bara að fara að snúa sér að öðrum hlutum til að setja metin... Kl 17 ætlar svo gamli grunnskólaárgangurinn minn að hittast til að skoða gamla skólann okkar og kl 18 er uppskeruhátið fjölskyldunnar en hún er alltaf haldin þegar búið er að taka upp allar kartöflurnar úr kartöflugarðinum okkar. Um kvöldið ætla ungir vinstri grænir að borða á Tapas og svo er Reunionpartý grunnskólans.

Á sunnudaginn er planið að hitta frænku mína, fara á kaffihús með FG vinkonum og hitta og spjalla um kvöldið með fimleikavinkonunum.....

Ég var að spá hvort ég gæti ekki gert eitthvað fleira. Því miður er ekki hægt að fara á skíði upp á Snæfellsjökul en það verður að bíða betri tíma!!

Fyndið hvað allt lendir stundum á sömu helginni. Þessi helgi er ein af tveimur helgum ársins (hin var síðasta helgi) sem ég á frí. Þ.e.a.s er ekki að æfa, keppa, læra eða vera í kosningabaráttu. Ég hreinlega held að ég sé að fara hitta lang flesta sem ég hef hitt á lífsleiðinni, hér á Íslandi, um helgina. Geri aðrir betur!!!
posted by Thorey @ 15:39   0 comments
föstudagur, september 12, 2003
Hver segir að það gerist ekkert 12.september heldur bara 11.september??? Ég veit um 3 mjög merkar manneskjur sem fæddust þennan dag. Í fyrsta lagi litli bróðir minn, hann Kristinn Rafn, er 22 ára í dag. Guðrún Erla, kona eldri bróður míns, hans Alberts, er 31 árs og síðast en ekki síst er hin merka vinkona mín, Sigrún Dögg, 21 árs.
TIL HAMINGJU ÖLLSÖMUL
posted by Thorey @ 12:28   0 comments
Ég er búin að vera í fríi í viku og er strax að deyja úr hreyfingarleysi. Ég dreif mig út í morgun og skokkaði í kringum Ástjörnina. Þetta er 20-25 mín hringur og þvílíkt hressandi. Síðast spölurinn er upp langa bratta brekku svo ég er ansi þreytt þegar ég kem heim..... en vá hvað mér líður vel!

Eins og flestir vita þá dó Anna Lindh í gær af stungusárum sem hún hlaut. Anna var mikill fylgismaður evrunnar og maður hlýtur að spurja sig hvort hún hafið goldið þess með lífinu. Ég var þarna fyrir viku og sá alveg þvílíkt hatur á milli fylgjenda og andstæðinga evrunnar. Á hverju götuhorni var einhver að dreifa áróðursneplum eða fólk í hópum með "Ja" eða "Nej" merki í barminum eða á spjöldum. Sorglegast finnst mér þó að lesa um öfgahópa sem fagna dauða hennar. Hvernig er hægt að fagna dauða saklausrar manneskju af því að hún er ekki sammála skoðunum þínum? Er pólitík að breytast í ofbeldi og hatur milli manna? Stundum skilur maður ekki neitt í neinu........
posted by Thorey @ 12:15   1 comments
fimmtudagur, september 11, 2003
www.thorey.net er komin í gang. Kíkið.
posted by Thorey @ 13:27   2 comments
þriðjudagur, september 09, 2003
Ég er búin að vera í algjöru bloggfríi en það reyndar óvart. Ég hef ekkert komist í að blogga, búið að vera brjálað að gera eða bara hreinlega ekkert komist í tölvu.

Ég var að lenda úr viku ferðalagi um hálfan hnöttinn.... næstum því. Á mánudag fyrir viku flaug ég til Köben, tók lest til Gautaborgar, keppti þar, fór 4,40 og vann, tók lest með félaga mínum til Ludvika, var þar í tvær nætur, tók lest til Stokkhólms og var þar í eina nótt. Ég ætlaði að vera rosa sniðug að taka svo bara Ryanair til Berlínar sem kostar 3000kr en nei, auðvitað fór ég á vitlausan flugvöll og missti þar með af vélinni. Þurfti þá að kaupa annan miða á 50.000kr. Frábært!! Komst þó á endanum til Potsdam, sem er bær fyrir utan Berlín og keppti þar. Fór aftur 4,40 og vann. Ég var bara frekar ánægð með mig að vinna þýsku gellurnar en önnur þeirra varð önnur í París. Frá Berlín fékk ég far með pro-jump liðinu til Leverkusen og gisti þar eina nótt. Áðan flaug ég svo til London og tók icelandexpress heim.

Ég er mjög sátt með árangurinn í ferðinni. Þetta var síðasta keppnisferð ársins og því á léttari nótunum. Ég var t.d bara búin að taka eina æfingu síðan eftir úrslitakeppnina á HM og ekkert verið að hugsa um mataræði, svefn eða skó sem ég er í hverju sinni (skiptir allt máli). Gott að vita að 4,40 er ekkert mál lengur en ég er ekki sátt með að hafa ekki náð neinum toppi á tímabilinu. Það hefur allt mallað í gegn á svipuðum nótum. Meðalstökkhæðin er samt lang hæst þetta tímabil og er það mjög jákvætt.

Nú tekur við þriggja vikna HVÍLD!!! Góða nótt.
posted by Thorey @ 00:45   0 comments
Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile