the
 
the
mánudagur, júní 30, 2003
Bloggerinn minn er eitthvad vel biladur!! Sorry. Islensku stafirnir koma ekki inn. Veit einhver af hverju???
posted by Thorey @ 12:46   0 comments
Hvada dagur er i dag?
posted by Thorey @ 12:46   1 comments
Fyrir þá sem hafa áhuga þá eru hér myndir úr sumarbústaðaferðinni í Miðdal. Þetta eru myndirnar hennar Silju Hrundar. Klikkið hér
posted by Thorey @ 12:00   1 comments
sunnudagur, júní 29, 2003
Fyrst eg gat ekki farid til Pollands eda til Prag skellti eg mer a djammid. Nanar tiltekid sem driver frjalsithrottagellana. Vid hittumst heima hja Moggu og dilludum okkur vid Beyonce og brunudum svo a Hverfisbarinn og dilludum okkur enn meira :) Algort snilldarkvold. Eg hef ekki farid a skemmtistad i ar og aldir thannig ad thetta var vel ordid timabaert. Thad er eins og Hverfisbarinn se eini stadurinn i baenum. Thad var einfaldlega ekki haegt ad hreyfa sig fyrir folki. Tharna voru Hlin Ben og vinkonur,handboltastelpur, fotboltafolk, skolafelagar og gamlir vinir. Ef thu ert haett/ur ad hitta folk ef thu ferd nidri bae a djammid tha er astaedan einfaldlega su ad thu ert ekki ad fara a Hverfisbarinn. Tekkadu a thvi!!
posted by Thorey @ 13:12   0 comments
fimmtudagur, júní 26, 2003
Hvad er ad thessum helv.... blogger. Allt i einu duttu islensku stafirnir bara ut!!
posted by Thorey @ 11:43   0 comments
Þá er ég komin með nokkrar myndir frá utanhússferðunum mínum í sumar. Endilega klikkið hér
posted by Thorey @ 11:41   0 comments
miðvikudagur, júní 25, 2003
Á milli ferða tek ég út alla þá félagslegu þörf sem ég mögulega get. Bústaðurinn, gifting, heimsækja öll þessi nýfæddu börn í kringum mig, elda fyrir bro og kærustuna hans, elda með frjálsíþróttagellunum, stelpukvöld með FG vinkonum, myndakvöld með TMC og næla í kjaftasögur á æfingu. Allt þetta fer fram á einni viku!
posted by Thorey @ 11:06   0 comments
mánudagur, júní 23, 2003
Þvílík snilldarhelgi. Ég kom heim frá Þýskalandi á föstudag, fór á æfingu og dreif mig upp í bústað í Miðdal og hitti þar TMC (The Math Club - skólafélagar). Á laugardagsmorgninum fór ég svo á æfingu á Laugarvatni en þessi völlur, eins og flestir út á landi, eru fallegustu vellirnir í heiminum. Það jafnast ekkert á við íslenska landslagið allt um kring þegar maður er að æfa. Eftir æfingu dreif ég mig í bæinn og í giftinguna þeirra Hildar og Konna. Þau eru þau fyrstu úr vinahópunum til að gifta sig. TIL HAMINGJU!!! Mér fannst brúðkaupið ykkar alveg æðislegt. Það var svo passlega stórt og mér fannst frábært að hlusta á Hjördísi og strákinn syngja í kirkjunni. Eftir veisluna dreif ég mig strax aftur upp í bústað og grillaði kjúkling og aspas sem þjálfarinn í Landau heimtaði að ég tæki með mér heim. Nammm, geggjaður matur. Við vorum 17 af 18 mætt og því mikið fjör. Ótrúlega góð mæting. Spiluðum twister, dansað og kjaftað. Á sunnudeginum var svo skellt sér í blak í sundi og á Fjöruborðið á Stokkseyri. Borðuðum þar hrikalega góðan humar. Mæli með þessum stað. Takk kærlega fyrir helgina, ein sú besta ever!
posted by Thorey @ 22:14   0 comments
Ég var 4 daga í Landau í Þýskalandi en skrapp með þjálfaranum þar til Weissach að keppa. Mótið gekk vel og fór ég 4,42 í þriðju tilraun og lenti í 4.sæti. Yvonne, Carolin og Belyakova fóru líka 4,42 en í færri tilraunum og því unnu þær mig. Næstar á eftir okkur voru Nastja Ryshich sem varð heimsmeistari innanhúss 99 og Anghela Balakhanova og fleiri. Ánægðust var ég þó með að ég fór á eina stöng sem ég hef aðeins stokkið á, á einu móti og það var á NCAA 2001 þegar ég fór 4,51.
posted by Thorey @ 22:03   0 comments
sunnudagur, júní 15, 2003
Thessar ferdir minar eru alveg otrulegar. Thad gengur alltaf eitthvad a. Nuna er eg i Pollandi en eg kom i gaerkvoldi. Eg keppti adan en malid er ad eg fekk ekki toskuna mina fyrr en klukkutima fyrir mot. Madur byrjar vanalega ad hita upp tveimur timum fyrir keppnina. Tharna var eg a pilsi og skraepottum bol. En eg fekk toskuna og eg henti mer beint i gaddana og nadi ad hita sma upp. Nadi tho ekki ad gera neitt alminnilegt stokk. Jaeja keppnin byrjadi og mig langadi bara heim til mommu! Eg drulladist 4,20 i annarri tilraun og for 4,30 i fyrstu tilraun. Lenti i odru saeti a eftir Onnu Rogowsku sem for 4,40. Monica Pyrek for 4,30 eins og eg en eg vann hana a tilraunum. Hun for yfir i annarri. Eg er satt med mig en ad sjalfsogdu hefdi eg viljad fara haerra..... og vera i studi.
A morgun fer eg til Landau i Thyskalandi og verd thar i fjora daga ad skoda mig um. Landau er annar af tveimur stodum i Thyskalandi sem eg er ad spa i fyrir haustid og naesta vetur. A fimmtudag keppi eg i Weissach sem er rett hja Landau.
Thad eru allir ordnir orolegir i rodinni fyrir tolvuna, svo eg kved i bili.
posted by Thorey @ 20:41   0 comments
föstudagur, júní 13, 2003
Eftir Leverkuzen ferðina fór ég til Mílanó og það var nú upplevelse. Keppti á eldgömlum velli sem minnti á Colliseum, stökk 4,15 og fékk 56 moskítóbit. Næsta sólarhring lá ég upp í rúmi að drepast úr kláða og gat varla farið út úr herberginu þar sem það var svo vont að fara í föt. EKKI GAMAN!! Næsti áfangastaður var svo Sevilla og sem betur fer var kláðinn farinn að skána þegar ferðalagið hófst. Í Sevilla var 35 stiga hiti og logn. Ég gisti þar á rosa flottu hóteli með sundlaug svo það var hægt að kæla sig niður eftir æfingu og eftir keppnina. Mér gekk vel í Sevilla. Ég stökk 4,41 í fyrstu tilraun og lenti í 3.sæti. Stacy Dragila vann með 4,51 og Pawla í öðru með 4,41 eins og ég en hún tók mig á tilraunum á 4,31. Ég fór þá hæð í þriðju en hún í annarri. Ég var samt sátt með mig því ég var að fíla mig allsvakalega :)
Eftir þessa 10 daga ferð eyddi ég viku heima. Á morgun er ég svo að fara til Póllands og þaðan fer ég til Þýskalands.
Sjáumst seinna.
posted by Thorey @ 17:16   0 comments
Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile