the
 
the
mánudagur, júní 23, 2003
Þvílík snilldarhelgi. Ég kom heim frá Þýskalandi á föstudag, fór á æfingu og dreif mig upp í bústað í Miðdal og hitti þar TMC (The Math Club - skólafélagar). Á laugardagsmorgninum fór ég svo á æfingu á Laugarvatni en þessi völlur, eins og flestir út á landi, eru fallegustu vellirnir í heiminum. Það jafnast ekkert á við íslenska landslagið allt um kring þegar maður er að æfa. Eftir æfingu dreif ég mig í bæinn og í giftinguna þeirra Hildar og Konna. Þau eru þau fyrstu úr vinahópunum til að gifta sig. TIL HAMINGJU!!! Mér fannst brúðkaupið ykkar alveg æðislegt. Það var svo passlega stórt og mér fannst frábært að hlusta á Hjördísi og strákinn syngja í kirkjunni. Eftir veisluna dreif ég mig strax aftur upp í bústað og grillaði kjúkling og aspas sem þjálfarinn í Landau heimtaði að ég tæki með mér heim. Nammm, geggjaður matur. Við vorum 17 af 18 mætt og því mikið fjör. Ótrúlega góð mæting. Spiluðum twister, dansað og kjaftað. Á sunnudeginum var svo skellt sér í blak í sundi og á Fjöruborðið á Stokkseyri. Borðuðum þar hrikalega góðan humar. Mæli með þessum stað. Takk kærlega fyrir helgina, ein sú besta ever!
posted by Thorey @ 22:14  

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile