the
 
the
þriðjudagur, maí 20, 2003
LÍF EFTIR KOSNINGAR

Jæja þá er maður að vakna aftur eftir rotsvefninn eftir kosningar. Ótrúlegt en satt, þá rann upp 10. maí og maður fékk loksins að setja x við U. Nú hefst ný barátta. Keppnir fara á fullt á fimmtudag en þá fer ég til Eugene í Bandaríkjunum og keppi þar á laugardag og svo tekur við hver keppnin á fætur annarri. Ég er komin með mót í Þýskalandi, Ítalíu, Spáni,Tékklandi, Pólandi, Danmörku, og Grikklandi í Júní og í sumum löndum tvö mót! Þannig að það er nóg að gera :)

Ég keypti mér íbúð í vetur, í miðri kosningabaráttu, og er nú á fullu að gera hana upp svo ég geti flutt í hana sem fyrst. Bara verst að það lítur út fyrir að ég eigi bara ekkert eftir að vera heima í sumar til að njóta nýja baðkersins eða eldavélarinnar sem ég var að fjárfesta í.......
posted by Thorey @ 12:30  
Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile