miðvikudagur, apríl 16, 2003 |
|
Er í Portúgal og er búin að æfa mjög vel. Það kom loksins sól í dag svo maður skellti sér að laugarbakkanum í nokkra tíma. Við erum á alveg frábæru hóteli, 4 stjörnu, og fáum morgunmat og svo annaðhvort hádegis- eða kvöldmat. Borðum semsagt á okkur gat á hverjum degi. Bærinn sem við búum í heitir Monte Gordo og er hann ein gata. Þannig að það er nú ekki hægt að gera mikið annað en að læra, sofa, æfa og liggja í sólbaði. En hvað þarf að gera meira? Við gellurnar ætlum reyndar til Faro í einn dag til að versla. Allavega til að kíkja í gluggana......
|
posted by Thorey @ 20:03   |
|
|
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home