| 
                        
                          | mánudagur, júní 23, 2003 |  
                          |  |  
                          | Ég var 4 daga í Landau í Þýskalandi en skrapp með þjálfaranum þar til Weissach að keppa.  Mótið gekk vel og fór ég 4,42 í þriðju tilraun og lenti í 4.sæti.  Yvonne, Carolin og Belyakova fóru líka 4,42 en í færri tilraunum og því unnu þær mig.  Næstar á eftir okkur voru Nastja Ryshich sem varð heimsmeistari innanhúss 99 og Anghela Balakhanova og fleiri.  Ánægðust var ég þó með að ég fór á eina stöng sem ég hef aðeins stokkið á, á einu móti og það var á NCAA 2001 þegar ég fór 4,51. |  
                          | posted by Thorey @ 22:03   |  
                          |  |  | 
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home