| 
                        
                          | föstudagur, júní 13, 2003 |  
                          |  |  
                          | Eftir Leverkuzen ferðina fór ég til Mílanó og það var nú upplevelse.  Keppti á eldgömlum velli sem minnti á Colliseum, stökk 4,15 og fékk 56 moskítóbit.  Næsta sólarhring lá ég upp í rúmi að drepast úr kláða og gat varla farið út úr herberginu þar sem það var svo vont að fara í föt.  EKKI GAMAN!!  Næsti áfangastaður var svo Sevilla og sem betur fer var kláðinn farinn að skána þegar ferðalagið hófst.  Í Sevilla var 35 stiga hiti og logn.  Ég gisti þar á rosa flottu hóteli með sundlaug svo það var hægt að kæla sig niður eftir æfingu og eftir keppnina.  Mér gekk vel í Sevilla.  Ég stökk 4,41 í fyrstu tilraun og lenti í 3.sæti.  Stacy Dragila vann með 4,51 og Pawla í öðru með 4,41 eins og ég en hún tók mig á tilraunum á 4,31.  Ég fór þá hæð í þriðju en hún í annarri.  Ég var samt sátt með mig því ég var að fíla mig allsvakalega :) Eftir þessa 10 daga ferð eyddi ég viku heima.  Á morgun er ég svo að fara til Póllands og þaðan fer ég til Þýskalands.
 Sjáumst seinna.
 |  
                          | posted by Thorey @ 17:16   |  
                          |  |  | 
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home