sunnudagur, mars 30, 2003 |
|
Stofnfundur Ungra vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi (Hafnarfj, Garðab, Kópv, Seltjnes, Mosfb, og Beshr) verður miðvikudaginn 2.apríl kl 20:00 að Ingólfsstræti 5 í Reykjavík. Strax eftir fundinn verður sýnd myndin Bowling for Columbine en sú mynd fékk óskarinn fyrir bestu heimildamyndina. Það verður boðið upp á pizzu og bjór verður til sölu fyrir þá sem vilja. Endilega látið sjá ykkur. |
posted by Thorey @ 19:02 |
|
|
|
|
Það er að koma upp ný síða sem heitir www.thoreyedda.vg og ég hvet ykkur til að fylgjast með henni. |
posted by Thorey @ 18:58 |
|
|
|
|
Helgin er búin að vera alveg ágæt. Kúltúrkvöld á Ahansen á föstudagskvöld heppnaðist alveg ágætlega og í gærkvöldi var bara farið í bíó, já ótrúlegt en satt, algjör kæruleysi í gangi. Skellti mér á 25th hour með Hlín, Katrínu og Gísla. Þessi mynd er eftir Spike Lee og því ansi súr en alveg frábær.
Ég var að koma úr fermingarveislu hjá Stefáni Snæ frænda mínum og þarf því ekkert að borða næsta sólarhringinn... takk fyrir mig! |
posted by Thorey @ 18:56 |
|
|
fimmtudagur, mars 27, 2003 |
|
Ég er búin að setja inn fullt af nýjum greinum. |
posted by Thorey @ 17:08 |
|
|
þriðjudagur, mars 25, 2003 |
|
Jæja þá er ég byrjuð að æfa aftur og er hreinlega með harðsperrur eftir æfinguna í gær sem var sú fyrsta fyrir alvöru í langan tíma. Ég var farin að sakna vallarins mjög mikið (búin að vera að ferðast og keppa og þá ekki mikið æft heima) og að svitna í kuldanum.... Já við erum skrítnir við íþróttamenn. |
posted by Thorey @ 18:02 |
|
|
|
|
Var fyrir norðan á Akureyri um helgina með ungum vinstri grænum. Á laugardagsmorguninn fórum við kynningu í Háskólanum á Akureyri og þar var okkur gert ljóst hversu umfangsmikill og mikilvægur skólinn er fyrir bæinn og landið. Nú eru 1.072 nemendur í skólanum og fjölgar hratt milli ára. Eftir kynninguna var Steinþór með fund um stríðið í Írak og svo lauk föstu dagskránni með málfundi þar sem kynnt var stefna flokksins fyrir félaga UVG. Stórgóð helgi. |
posted by Thorey @ 17:58 |
|
|
miðvikudagur, mars 19, 2003 |
|
Er Katyline hætt í blogginu??????? |
posted by Thorey @ 22:08 |
|
|
|
|
Skaust norður í dag með Palla frá UMFÍ. Við fórum í VMA, hann til að kynna starfsemi UMFÍ og ég til að tala um ferilinn minn og æfingarnar. Það eru þemadagar í skólanum um þessar mundir svo það voru nú ekki margir mættir, flestir heima sofandi. Maður kannast nú við þetta sjálfur frá framhaldsskólaárunum........ |
posted by Thorey @ 22:04 |
|
|
|
|
Þá er innanhússtímabilið búið en það endaði nú ekki eins og ég ætlaði mér. Ég tók nokkrar myndir og þær eru hér. |
posted by Thorey @ 22:00 |
|
|
miðvikudagur, mars 12, 2003 |
|
Rökræðurnar gengu bara vel og að sjálfsögðu höfðu Heimdellingar ekkert að segja..........
Á morgun fer ég til Birmingham og keppi á HM á laugardag og á sunnudag (ef ég kemst í úrslit, sem ég stefni á auðvitað). Þarna verða allar helstu kerlingarnar og mun mjög líklega þurfa 4,40 til að komast áfram. Pétur er búinn að bjarga hásinunum á mér svo það er ekkert annað hægt að gera núna nema hlakka til slagsins. Mamma og pabbi fengu ódýrt flug á netinu og ætla að koma og horfa á mótið. Ekki slæmt það :) |
posted by Thorey @ 22:51 |
|
|
þriðjudagur, mars 11, 2003 |
|
Þá er baráttan byrjuð.................
Mán. 10. mars 2003
Heimdallur og UVG ræða um virkjanir á hálendinu
Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, og Ung vinstri græn halda stjórnmálafund sem ber yfirskriftina "Kárahnjúkavirkjun og virkjanir á hálendinu - Góður kostur eða er nóg komið?" Fundurinn verður þriðjudaginn 11. mars á efri hæð Kaffi Reykjavíkur og hefst kl. 20.30.
Framsögumenn verða frá Heimdalli: Ingvi Hrafn Óskarsson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og Magnús Þór Gylfason, viðskiptafræðinemi og formaður Heimdallar. Frá Ungum vinstri grænum: Kolbeinn Óttarsson Proppé, sagnfræðingur og frambjóðandi VG í Suðurkjördæmi, og Þórey Edda Elísdóttir, verkfræðinemi og frambjóðandi VG í Suðvesturkjördæmi.
Fundarstjóri verður Katrín Jakobsdóttir, formaður UVG.
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir!
|
posted by Thorey @ 15:24 |
|
|
laugardagur, mars 08, 2003 |
|
Þá er ég komin heim eftir nokkuð langt ferðalag. Hefði þótt ferðin ansi tilgangslaus og mikil peningaeyðsla hefði ég ekki stokkið ágætlega í Aþenu. Eins gott ég fór 4,50... Það var hálf skrítið að ganga sátt frá móti. Ég er búin að bíða lengi eftir þessu og vitað að ég gæti þetta og því farin að finna fyrir smá "frustration"
En hvílík geðveiki í Aþenu. Hræðileg mengun, bílafjöldi og niðurníðsla. Það er eins og mengunin hangi yfir húsunum eins og niðurdrepandi skuggi. OJ. Sem betur fer var ekki heitt, ég veit ekki hvort ég gæti verið þarna lengi í hita. |
posted by Thorey @ 11:13 |
|
|
mánudagur, mars 03, 2003 |
|
Gekk nú ekki alveg eins og ég var að vonast í gær. Fór bara 4,12 en reyndi svo við 4,27 en felldi. Maður verður nú samt alltaf að draga fram góðu punktana og ótrúlegt en satt þá fundust þeir þarna. Ég er loksins tilbúin að skipta um stöng og get nú farið á stífari. Strax eftir mótið húkkaði ég mér far upp á flugvöll og tók næsta flug til Köben. Er núna stödd í góðu yfirlæti hjá Rakel og Svenna Margeirs ásamt Fríðu, Bjössa M og Gumma. Nú er komið að búðarápi, loksins. |
posted by Thorey @ 09:25 |
|
|
|
|