the
 
the
þriðjudagur, mars 11, 2003
Þá er baráttan byrjuð.................

Mán. 10. mars 2003
Heimdallur og UVG ræða um virkjanir á hálendinu

Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, og Ung vinstri græn halda stjórnmálafund sem ber yfirskriftina "Kárahnjúkavirkjun og virkjanir á hálendinu - Góður kostur eða er nóg komið?" Fundurinn verður þriðjudaginn 11. mars á efri hæð Kaffi Reykjavíkur og hefst kl. 20.30.

Framsögumenn verða frá Heimdalli: Ingvi Hrafn Óskarsson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og Magnús Þór Gylfason, viðskiptafræðinemi og formaður Heimdallar. Frá Ungum vinstri grænum: Kolbeinn Óttarsson Proppé, sagnfræðingur og frambjóðandi VG í Suðurkjördæmi, og Þórey Edda Elísdóttir, verkfræðinemi og frambjóðandi VG í Suðvesturkjördæmi.

Fundarstjóri verður Katrín Jakobsdóttir, formaður UVG.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir!

posted by Thorey @ 15:24  

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile