the
 
the
þriðjudagur, júlí 31, 2007
Halló Hafnarfjörður
og aðrir lesendur (ef þeir eru einhverjir þarna úti).

Það er bara allt skítsæmó að frétta af mér. Er loksins farin að geta hreyft fæturnar og gengið niður tröppur án þess að líta út fyrir að vera níræð. Semsagt hásinarnar loksins aðeins skárri en ég þori ekki enn að lýsa yfir sigri gegn þeim því maður veit jú aldrei næsta útspil andstæðingsins.

Íslandsmeistaramótið var síðustu helgi og ég hef aldrei vitað aðra eins heimþrá síðan frá Svíþjóðar tímum. En jú eftir nokkra þætti af desperate houswifes og súkkulaði leið það allt saman hjá og ég tók gleði mína á ný.

Ég ákvað að sleppa Íslandsmeistaramótinu útaf hásinunum. Fékk sprautu síðasta fimmtudag og vildi ekki drífa mig beint í flugvél og í mót heldur gefa þeim sjéns á að jafna sig. Það var rétt ákvörðun því jú ég er mun betri í dag. Eins og einhverjir vita er ég með lágmark á Heimsmeistaramótið í Osaka í lok ágúst og er ég að gera allt til að vera fit og ready to go á því móti. Það gæti kostað Bikarinn líka.

Þessi undirbúningur er ekki sá sem ég hefði óskað mér og því auðvitað spurning hvort maður eigi nokkuð að láta sig dreyma um HM. En það eru 2 ár síðan ég meiddist, búin að baslast i gegnum öxlina og svo hásinarnar en samt komin með HM lágmark frá mínu fyrsta móti í sumar. Síðan þá verið á skokkskónum. Ef ég fer á HM, þá fer ég því mér finnst ég eiga möguleika á að komast í úrslitin, þ.e að stökkva 4,50 ef ég er í gaddaskóm. Ef það tekst ekki þá verður bara að hafa það og ég nota þetta sem æfingu fyrir ÓL á næsta ári sem verður í svipuðum hita og í svipuðum tímamismuni.
posted by Thorey @ 12:13   4 comments
þriðjudagur, júlí 24, 2007
Stökkæfing
Jess gekk fínt í dag á æfingu. Var bara að fíla mig vel i atrennunni og plantinu og var að gera þetta af öryggi. Var í fullri atrennu og var þetta besta æfingin mín á henni síðan fyrir meiðsli. Finnst rythminn loksins vera að koma og þá kemur sjálfstraustið í plantinu.

Sátt með daginn og farin til Irinu að ná í kristalsglös frá Rússlandi sem hún fékk send til sín til að gefa mér í afmælisgjöf!
posted by Thorey @ 15:43   3 comments
mánudagur, júlí 23, 2007
Helgin
Fór að horfa á Helgu Margréti og Sveinn Elías keppa á Evrópumeistaramóti 19 ára og yngri í Hengelo um helgina. Þeim gekk báðum vel og bættu sig bæði stigalega séð í heildina og einnig í nokkrum einstökum greinum. Bæði lentu þau í 10.sæti og óska ég þeim báðum til hamingju með það.

Einnig var þýska meistaramótið um helgina en það er alltaf mjög spennandi af því leitinu að í ljós kemur hverjir eru valdir í liðið á HM í Osaka eftir 5 vikur. Danny vann og Björn annar og fara þeir báðir auk Tim. Svo vann Silke með 4,50 og fer hún auk Juliu Hütte og Carolin Hingst. Hún Angi mín stökk 6,27 í langstökkinu og lenti í 5.sæti sem er hennar allra besta sæti á DM. Sebastian fór 2,14 í hástökkinu og dugði það honum í 3.sæti. Frábært hjá þeim báðum.

Í fyrramálið er stökkæfing og ætla ég í fulla atrennu. Læt ykkur vita hvernig fer.

Setti inn nýjar myndir hér
posted by Thorey @ 15:49   1 comments
sunnudagur, júlí 15, 2007
4 og 20

A skokkskonum enn einu sinni. Reyndi ad fara i gaddana en var alltof illt
posted by Thorey @ 18:16   1 comments
laugardagur, júlí 14, 2007
Szeczin

Carolin Hingst á vappinu um baeinn..
posted by Thorey @ 19:23   1 comments
Stödd i gamla DDR

Er a leid til pollands ad keppa
posted by Thorey @ 08:52   0 comments
Berlinarmurinn

P.s myndin er tekin a ferd..
posted by Thorey @ 08:50   0 comments

Hann heilladi mig med tessari bok. Hefdi svo viljad hafa lesid hana fyrir löngu og ta fylgst betur med tegar hann var enn ad keppa. Otrulegur ithrottamadur og persona. Eg trui tvi ad hann var hreinn trátt fyrir öll dophneykslin undanfarid i hjolreidum. Aetla ad lesa fleiri baekur um hann alveg tvimaelalaust.
posted by Thorey @ 07:21   2 comments
miðvikudagur, júlí 11, 2007
Hásinar hvað..
Á ég að fara að breyta um umræðuefni?? ;)
Búin að tala um ekkert annað en hásinar síðustu vikur en ég greinilega gleymdi mér alveg í þeim pælingum. Svona fær maður þetta á heilann.

Það er nú alveg margt annað í gangi samt. Mér fannst æðislegt að koma aðeins heim og það liggur við að ég sé með smá heimþrá í dag. Hefði svo viljað vera lengur heima í góða veðrinu. Ég hitti alla fjölskylduna og eitthvað af vinunum. Á 4 dögum afrekaði ég að fara í skírnarveislu, útskriftarveislu, mína eigin family útskriftarveislu, Vegamót með bombunum sem ég hef ekki séð nokkrar í um ár!, stússast mikið og keppa. Það lá við að ég væri í hálfgerðu spennufalli þegar ég vaknaði í morgun.

Næsta mót er á sunnudaginn í Póllandi. Mótið er á götunni hennar Monicu Pyrek. Hef keppt þar áður og er skemmtileg stemning þarna. Ég er jafnvel að pæla í að kýla á gaddana.
posted by Thorey @ 13:45   2 comments
mánudagur, júlí 09, 2007
Bomburnar minar


posted by Thorey @ 21:53   1 comments
sunnudagur, júlí 08, 2007
Landsmót búið
Gekk eins og ég bjóst við bara. 4,15 á skokkskóm en þó fullri atrennu. Þetta var því í raun bara ágæt æfing og aðeins mitt 5.skipti á fullri atrennu síðan 2005. Nú vantar mig að geta tekið nokkrar æfingar í viðbót á fullri atrennu, helst alveg 3 vikur og keppa svo á um 4 mótum fyrir HM. Veit þó ekki móta planið mitt næstu vikur.

Það var þó mjög gaman að keppa á þessu móti og fannst gaman að heyra hvað áhorfendur voru duglegir að láta heyra í sér þegar ég var að stökkva. Hefði svo viljað getað sýnt þeim eitthvað meira en í dag en staðan á mér er bara ekki góð þessa stundina.

Ég er allavega búin að ákveða að hætta að hvíla hásinarnar. Þær lagast hvort eð er ekkert. Nú verð ég bara að bíta á jaxlinn og láta mig hafa það á æfingum og sjá hvort það muni ekki hjálpa mér að komast í stökkform.

Þið sem mættuð á völlinn í dag, gaman að sjá ykkur :) Þið hin, vona að þið mætið næst...
posted by Thorey @ 15:13   0 comments
miðvikudagur, júlí 04, 2007
Jæja....
Bráðum 10 dagar frá síðustu færslu. Það helsta í fréttum er að ég er orðin þrítug kona :) Varð þrítug þann 30.júní og hélt mini afmæli. Bauð hópnum mínum auk nokkurra annarra bara í al heimabakaða pizzu. Fínt bara.

Siðan á Evrópubikar hef ég ekkert keppt. Átti að keppa á tveimur mótum en ákvað að hætta við þau og æfa bara aðeins.. eða reyna það fyrir hásinaverkjum. Ég fór í myndatöku á aðra hásinina og þar sást að hún leit rosa vel út, bara filma og vöðvi fyrir framan hana (nær tánum) er rifin eða bólgin. Má æfa á þetta sem eru góðar fréttir en verkirnir eru samt bara nánast óbærilegir. Ég hef svo fengið 2x sprautur í kálfann í stað sinanna og finnst seinni sprautan í gær jafnvel vera að virka eitthvað. Einnig er ég auðvitað á fullu í sjúkraþjálfun og er ég mun skárri en ég var fyrir viku.

Ég hef stokkið 2x á 12 skrefum á æfingu og gekk það misvel. Fyrra skiptið gekk ekkert en seinna skiptið var loksins í áttina og ég fann fílinginn aðeins aftur. Bæði tæknilega og hlaupalega í atrennunni. Stekk svo á morgun og vil helst fara í fulla atrennu (er alltaf bara á skokkskónum).

Kem heim á föstudaginn og keppi á lau eða sun á landsmótinu í Kópavogi. 4 stelpur koma með mér heim og keppa við mig. Það eru þær Mary Vincent (áður Sauer) frá USA, Hanna-Mia Persson og Maria Rendin frá Svíþjóð og svo Kristina Gadschiew frá Þýskalandi. Þetta verður spennandi og skemmtilegt og ég mæli með því að þið komið og kíkið á völlinn.
posted by Thorey @ 07:26   4 comments
Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile