laugardagur, maí 31, 2003 |
|
Nu er eg i thyskalandi, nanar tiltekid i Leverkusen. Eg keppti i gaer i Recklinghausen a götumoti sem er mot thar sem stöng er einungis og er ut a midri götu en ekki a frjalsithrottavelli. Eg for 4.48 og vann keppnina. Thetta er reyndar ekki gilt sem personulegt best (pb er 4,45) thar sem götumot eru ekki vidurkennd. Eg gisti i nott hja Monique de Wilt sem er Hollensnkur stangarstökkvari en er reyndar ny haett. Nu aetla eg ad fara ad kikja a adstaedur, thad er völlinn, herna og aldrei ad vita madur verdi bara i Leverkusen eftir nokkra manudi, i eigin ibud.... |
posted by Thorey @ 10:16 |
|
|
miðvikudagur, maí 28, 2003 |
|
Ég er búin að senda flestum ykkar bréf um skólabygginguna í Kenya. Þið sem ekki fenguð bréf, lesið bloggið hér á eftir. Bankanúmerið, það sem við erum að safna peningunum á, er
1101-05-413455
kennitala: 270260-7219
Þetta er reikningur sem mamma hennar Jennýjar stofnaði fyrir söfnunina.
Endilega gefið smá pening, það þarf ekki að vera nema 500 - 1000kr
Takk |
posted by Thorey @ 13:48 |
|
|
mánudagur, maí 26, 2003 |
|
Jenný Lind er stödd í Kenya og er búin að vera þar síðan í janúar. Hún er að kenna þar í einhverjum moldarkofum en vill núna byggja skóla fyrir þorpsbúa. Hún segir að það þurfi um 200.000 til að byggja nýjan skóla og við ætlum að reyna að safna. Hún sendi myndir sem ég ætla að fara á stjá með og vona að fyrirtæki séu til í að hjálpa. Einnig ætlar mamma Jennýjar að senda meil á ALLA og biðja um smá pening. Búið er að stofna reikningsnúmer sem ég mun birta hér á næstunni. Ég ætla líka að setja hér inn myndir. Vona að þið takið vel í þetta og við byggjum saman skóla. |
posted by Thorey @ 16:53 |
|
|
|
|
Ég keppti á mínu fyrsta móti um helgina í Eugene á vesturströnd Bandaríkjanna. Hitti þar gamla skólafélaga úr Athens, tvo kúluvarpara og einn tugþrautarstrák. Ég fór 4,22 og lenti í 5-6 sæti. Ég fílaði mig betur en úrslitin sína og næ ég því bara út úr mér næst. Ég fór 2x nánast yfir 4,32 en ráin hékk ekki uppi. Stundum þarf smá heppni líka. |
posted by Thorey @ 16:49 |
|
|
|
|
Komin frá Ameríkunni. Þvílíkt ferðalag. Í gær keyrði ég fyrst í tvo tíma frá Eugene til Portland, tók þar flug til Minneapolis sem tók 3 tíma, annað flug til Bostan sem voru aðrir þrír tímar og að lokum var fimm tíma flug til Íslands. Mér finnst nú samt versti hluti ferðarinnar íslenska vélin. Þar lenti ég við hliðana á útlendingi sem var alltaf að gefa frá sér sterka kamarslykt. Vibbbbbbbi. Mér tókst loks þó að sofna og tveimur tímum seinna þegar ég vaknaði gaus þessi lykt ennþá upp. OJ |
posted by Thorey @ 16:43 |
|
|
miðvikudagur, maí 21, 2003 |
|
Eurovision!!
Hvað er skemmtilegra en Eurovisionkeppni á laugardagskvöld með ostum og snakki? Enn eina ferðina missi ég af þessari frábæru keppni en ég mun að sjálfsögðu láta taka þetta allt saman upp á band. "Birgitta stefnir hátt" stendur á forsíðu Moggans. Já íslenska laginu er spáð 5.sæti. Aldrei að vita nema Birgitta nái að heilla dómara upp úr skónum. Hún hefur þegar náð að heilla alla þjóðina og krakkarnir biðja orðið um Rís í tonnatali. Það væri gaman að sjá sölutölur á Rís eftir að Birgitta fór að auglýsa.
Ég mun hugsa til ykkar Íslendinga á laugardagskvöld fyrir framan kassann. Áfram Ísland!! (ekki xD) |
posted by Thorey @ 11:24 |
|
|
þriðjudagur, maí 20, 2003 |
|
LÍF EFTIR KOSNINGAR
Jæja þá er maður að vakna aftur eftir rotsvefninn eftir kosningar. Ótrúlegt en satt, þá rann upp 10. maí og maður fékk loksins að setja x við U. Nú hefst ný barátta. Keppnir fara á fullt á fimmtudag en þá fer ég til Eugene í Bandaríkjunum og keppi þar á laugardag og svo tekur við hver keppnin á fætur annarri. Ég er komin með mót í Þýskalandi, Ítalíu, Spáni,Tékklandi, Pólandi, Danmörku, og Grikklandi í Júní og í sumum löndum tvö mót! Þannig að það er nóg að gera :)
Ég keypti mér íbúð í vetur, í miðri kosningabaráttu, og er nú á fullu að gera hana upp svo ég geti flutt í hana sem fyrst. Bara verst að það lítur út fyrir að ég eigi bara ekkert eftir að vera heima í sumar til að njóta nýja baðkersins eða eldavélarinnar sem ég var að fjárfesta í....... |
posted by Thorey @ 12:30 |
|
|
fimmtudagur, maí 01, 2003 |
|
Síðan mín, www.thoreyedda.vg er orðin virkari. Þar getið þið komið með fyrirspurnir. |
posted by Thorey @ 12:17 |
|
|
|
|