sunnudagur, apríl 27, 2003 |
|
Ég fór á www.afstada.net og tók þar létta könnun. Ég mæli með því að þið kíkið á þetta ef þið eruð óákveðin.
Niðurstaða:
Stuðningur þinn við stefnu flokkanna er eftirfarandi:
1. 85% Vinstri Grænir
2. 54% Frjálslyndi flokkurinn
3. 38% Framsóknarflokkurinn
4. 38% Samfylkingin
5. 15% Sjálfstæðisflokkurinn
|
posted by Thorey @ 02:18 |
|
|
fimmtudagur, apríl 24, 2003 |
|
GLEÐILEGT SUMAR
Ég er komin heim frá Portúgal en sú ferð heppnaðist rosalega vel. Náði að taka allar þær æfingar sem ég þurfti að taka og stökk annan hvern dag.
Í dag fór ég í strandblak niðrí Nauthólsvík. Þar keppti ég með ungliðum í VG á móti eldra liðinu þeim Steingrími, Ögmundi, Kolbrúnu, Ólafi Þór og fleirum. Við unnum tvær af tveimur lotum en þau eldri unnu svo reiptog sem var eftir blakkeppnina. Ég held við öll höfum skemmt okkur alveg konunglega!!
|
posted by Thorey @ 21:25 |
|
|
miðvikudagur, apríl 16, 2003 |
|
Er í Portúgal og er búin að æfa mjög vel. Það kom loksins sól í dag svo maður skellti sér að laugarbakkanum í nokkra tíma. Við erum á alveg frábæru hóteli, 4 stjörnu, og fáum morgunmat og svo annaðhvort hádegis- eða kvöldmat. Borðum semsagt á okkur gat á hverjum degi. Bærinn sem við búum í heitir Monte Gordo og er hann ein gata. Þannig að það er nú ekki hægt að gera mikið annað en að læra, sofa, æfa og liggja í sólbaði. En hvað þarf að gera meira? Við gellurnar ætlum reyndar til Faro í einn dag til að versla. Allavega til að kíkja í gluggana......
|
posted by Thorey @ 20:03 |
|
|
|
|
Á föstudagskvöldið var valin ný stjórn fyrir Naglana og Katyline bara bauð sig fram í ritarastöðuna, ansi góð. Silja Hrund fór í hirðljósmyndarastarfið og ég gerðist íþróttafulltrúi. Það er semsagt öruggt að næsti vetur verður fullur af happeningi. |
posted by Thorey @ 19:58 |
|
|
mánudagur, apríl 07, 2003 |
|
Var í óvissuferð um helgina. Fór á snjósleða í fyrsta skipti og var það alveg meiriháttar. Það var reyndar frekar hvasst og smá rigning en það skipti ekki máli. Eftir svaðilförina var farið í gufu á Laugavatni. Núna er ég upp í skóla, ótrúlegt en satt. Það hefur verið ansi mikið að gera í kosningabaráttunni og því lítið verið hægt að sinna skólanum. Ég á að skila heimaverkefni í dag sem ég hef ekki hugmynd um hvernig ég eigi að leysa. |
posted by Thorey @ 12:30 |
|
|
|
|
Að sjálfsögðu var þetta aprílgabb!! |
posted by Thorey @ 12:27 |
|
|
þriðjudagur, apríl 01, 2003 |
|
Ég tók ansi stóra ákvörðun í dag. Ég ákvað að hætta að æfa og snúa mér bara algjörlega að pólitík. Ég hef fundið það undanfarið að áhuginn á stönginni hefur minnkað mjög mikið og ég bara nenni ekki lengur á æfingu. Loksins mun ég geta farið og djöflast á skíðum og snjóbretti án þess að hafa áhyggjur af einu beinbroti eða svo.
Dettum í það í kvöld heima hjá mér........allir velkomnir
1.apríl.. |
posted by Thorey @ 17:32 |
|
|
|
|