sunnudagur, desember 29, 2002 |
|
Komin á leiðarenda. Ferðin gekk bara furðuvel. Við lentum á réttum tíma og ekkert mál var að fá bílinn né að binda stangirnar á. Aksturinn tók þó aðeins lengri tíma en við gerðum ráð fyrir. Héldum þetta yrði svona um 8 klukkutímar en við vorum 10 tíma á leiðinni!! En þetta var allt þess virði. Nú er maður bara í 20 stiga hita og sól og nýtur lífsins með Silju og Vigni :) |
posted by Thorey @ 20:00 |
|
|
föstudagur, desember 27, 2002 |
|
Nú er maður bara að stinga af á morgun. Ég er orðin ekkert smá spennt, það verður frábært að hitta Silju mína og Vigni aftur. Jæja verð að fara að pakka og ganga frá ýmsu. Endilega fylgist með blogginu, ég mun færa ykkur ferðafréttir. |
posted by Thorey @ 12:47 |
|
|
|
|
Ég er búin að hafa það allsvakalega gott. Einhvern vegin fór jólastressið og hamagangurinn framhjá mér, jólin voru bara allt í einu komin og þá var ekkert annað að gera en að troða bara í sig. Kíktum í kirkju eins og vanalega á aðfangadag og fyrsta manneskjan sem ég sá var Birna. Fyndið, hún hefur mætt líka á hverju ári en við höfum aldrei vitað hvor af annarri fyrr en við kynntumst núna í skólanum. |
posted by Thorey @ 12:45 |
|
|
sunnudagur, desember 22, 2002 |
|
Loksins, loksins. Prófin eru búin en þau gengu bara ágætlega. Ég kláraði á föstudag og hefur bara verið eintóm gleði síðan. Fór með Hildi, Karlottu og Lísu á Si Senor á föstudagskvöldið og í gærkvöldi fór ég með bekknum mínum á Caruso. En nú eru tveir dagar í jólin svo maður ætti kannski að fara að undirbúa þau. Ég ætla að baka 8 tegundir af smákökum, kaupa 10 jólagjafir og gera árshreingerningu í höllinni sem ég á. ÓNEI ekki aldeilis!!! Ég ætla að sofa, æfa og taka til í holunni minni :) |
posted by Thorey @ 14:15 |
|
|
fimmtudagur, desember 05, 2002 |
|
Jæja þá er pilsavikan á enda. Ég er búin að mæta í pilsi í heila viku en samt aldrei í sama pilsinu.....Maður verður nú eiga eitthvað líf svona í próflestrinum..... |
posted by Thorey @ 15:04 |
|
|
|
|
Nú á bara að skella sér í Ameríkuna. Ég og Ævar, kastari, ætlum að heimsækja Silju og Vigni en þau búa í Clemson, South Carolina. Það á að leggja í hann 28.des og fljúga til Baltimore. Þar ætlum við að taka bíl á leigu og keyra í 9 - 10 tíma til þeirra. Clemson er bara klukkutíma í burtu þaðan sem ég var sjálf í skóla og mun því hitta allt liðið þar aftur. Hlakka ekkert smá til. |
posted by Thorey @ 15:02 |
|
|
|
|