föstudagur, desember 27, 2002 |
|
Ég er búin að hafa það allsvakalega gott. Einhvern vegin fór jólastressið og hamagangurinn framhjá mér, jólin voru bara allt í einu komin og þá var ekkert annað að gera en að troða bara í sig. Kíktum í kirkju eins og vanalega á aðfangadag og fyrsta manneskjan sem ég sá var Birna. Fyndið, hún hefur mætt líka á hverju ári en við höfum aldrei vitað hvor af annarri fyrr en við kynntumst núna í skólanum. |
posted by Thorey @ 12:45   |
|
|
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home