the
 
the
þriðjudagur, október 29, 2002
Hringdi í Ylfu vinkonu á laugardaginn til að tilkynna henni að ég ætlaði loksins að koma og kíkja á nýju íbúðina/bílskúrinn í kvöld (þriðjudagur) því þá gæti ég leyft mér að slaka aðeins á. Mætti svo áðan og mín var svo bara ekkert heima!!! Frekar svekkt. En hún Ylfa mín er nú víst ekkert að fara neitt þannig að ég kíki bara næst þegar tími gefst.... sem verður eftir prófin....nei nei vonandi fyrr.
posted by Thorey @ 22:48   0 comments
laugardagur, október 26, 2002
Þetta verður geðveik helgi svona rétt eins og vikan hefur verið. Við Supermelmin kláruðum þó togþolsskýrsluna í efnisfræði á fimmtudaginn eins og þið sáuð kannski í fréttum en í gærkvöldi var svo tekin greining fyrir. Jibbý. Í dag er það svo nytjaskógræktin og í kvöld efnisfræði. Morgundagurinn fer í nytjaskógræktina og heimadæmin í efnisfræði. Ég vona að þið munuð eiga góða helgi og ég segi bara sjáumst síðar.
posted by Thorey @ 16:42   0 comments
miðvikudagur, október 23, 2002
Er að fara í próf í Samfelldaraflfræði í fyrramálið svo ég segi bara: "Upp með súkkulaðið og opna bækurnar!"
posted by Thorey @ 21:48   0 comments
Held ég fari að komast í Guinness bókina með harðsperrur. Hefur einhver fengið harðsperrur í þrjár vikur??? Ekki bara það heldur komast á hápunkt harðsperra eftir þessar þrjár vikur.... Annars fannst mér hamborgara atriðið æðislegt, pæl í að geta gert sjálfum sér þetta!
posted by Thorey @ 21:11   1 comments
þriðjudagur, október 22, 2002
Laugardagskvöldið var alveg frábært. Við í TMC fórum í bláa lónið og svo í mat til foreldra Ásdísar í Keflavík. Fengum þar tvær gómsætar súpur. Fiskisúpu og Gúllassúpu. Spjölluðum þar langt fram eftir kvöldi en keyrðum svo í bæinn og kíktum á Vegamót.
posted by Thorey @ 15:31   0 comments
Ég hitti alveg ótrúlegan gaur á sunnudagskvöldið. Reyndar rakst ég á hann á laugardaginn þegar ég fór með TMC (The MathClub) í Bláa Lónið. Við vorum á tveimur bílum og ég var í bílnum sem mætti á undan. Við biðum í afgreiðslunni og tókum myndir eins og verstu túristar nema þá kemur einhver gaur og segist vilja taka myndina fyrir okkur(Ameríkani). Jújú allt í lagi. Á myndavélinni minni er mynd af mér, Völu, Guðrúnu og Mörthu frá því í Syndey 2000. Hann sér myndina og segist þekkja Guðrúnu. Ég bara HA, hvernig? Þá lítur hann á mig og segir: "Are you Thorey", ég svara tilbaka: "Are you David" Þá var þetta gaur sem ég hitti á ÓL en hann hafði hringt í mig á föstudaginn fyrir þetta og sagðist vera á landinu. Lítill heimur!
Jæja fórum semasagt á Kaffi París á sunnudagskvöld og hann sagði mér það að hann væri mikið í að undirbúa gistiaðstöðu fyrir ÓL, fyrst í Atlanta og svo í Sydney. Hann vildi svo endilega vera með í opnunarhátíðunum og í fyrra skiptið skellti hann sér í Nýja Sjálands jakka og labbaði inn með þeim. Í seinna skiptið endaði hann með spjaldið "United States" og leiddi inn ameríska liðið. Ekki spyrja hvernig!!! Svo var hann á tónleikum með U2 í Salt Lake City og hélt þar á skilti sem á stóð: "Can I play the piano" og viti menn, Bono benti á hann og bað hann um að stíga upp á svið og gaurinn fékk að spila með þeim eitt lag.
posted by Thorey @ 15:28   0 comments
fimmtudagur, október 17, 2002
Hvernig finnst ykkur nýja bloggið mitt?...skárra???
posted by Thorey @ 08:26   0 comments
mánudagur, október 14, 2002
Jæja, drakk svo mikið kaffi í dag að ég er ekkert á leiðinn í rúmið strax. Sit og hangi bara í tölvunni, ekki gott...
Dagurinn var annars ágætur. Gleymdi reyndar ljósunum á bílnum í morgun og þegar ég ætlaði heim í dag var kagginn algjörlega dauður. Fór aftur inn í skóla til að leita að einhverjum til að hjálpa mér að ýta í gang. Rakst á Hlín og hún bauð mér far sem ég þáði enda orðin sein á næsta áfangastað. Náði í dótið mitt og þegar opnaði skottið á bílnum sem hún var á blöstu þessir fallegu startkapplar við okkur. Jibbý, kagginn í gang og deginum bjargað. Takk Hlín, takk Katrín :)
posted by Thorey @ 23:28   0 comments
miðvikudagur, október 02, 2002
prufa2
posted by Thorey @ 13:14   0 comments
Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile