fimmtudagur, desember 25, 2003 |
|
Þá er fríið bara á enda í bili og nú taka við æfingar í S-Afríku. Þar er núna 30 stiga hiti og er því líklega hægt að soga í sig nokkra sólargeisla. Ég held ég komist í net þar af og til og get því fært ykkur glóðheitar fréttir. |
posted by Thorey @ 23:18 |
|
|
mánudagur, desember 15, 2003 |
|
Þið sem eruð búin að drekkja ykkur í prófalestri getið klikkað hér til að komast í jólaskapið. Ekki seinna að vænna :) |
posted by Thorey @ 21:24 |
|
|
sunnudagur, desember 14, 2003 |
|
Ég er búin að setja inn nokkrar myndir á thorey.net. Klikkið hér |
posted by Thorey @ 19:25 |
|
|
|
|
Ich bin zu hause :)
Þá er maður komin heim í hafaríið. En nú er ég frekar hissa þó svo að uppátæki Davíðs og co ætti nú ekki að geta komið manni á óvart. Hugsið ykkur hræsnina. Davíð hneykslast yfir uppátæki bankamanna (sem var fáránlegt uppátæki) og vogar sér svo að skammta sjálfum sér 240 millur. Ég hef reyndar haldið þessum vef fyrir utan pólitík því ég veit ekki hvursu mikið ég eigi að bland saman sporti og pólitík, þ.e að tala um það á sama vefnum. Ég ætla því ekki að hafa mín orð um þetta eftirlaunafrumvarp hér lengri en ég bendi á vef uvg
Allavega, það er samt gott að koma heim. Ég er búin að slaka ansi vel á og búin að sofa mikið. Í gær kíkti ég í heimsókn til Alberts bróðurs en hann, Guðrún og börnin þeirra eru ný flutt í nýja glæsilega íbúð og óska ég þeim til hamingju með það :) |
posted by Thorey @ 15:23 |
|
|
mánudagur, desember 08, 2003 |
|
3 dagar í heimför :)
Ég fór á jólamarkað í Köln í gær. Það eru básar um allar götur sem selja allskonar varning eins og smákökur, vöfflur, crepes, kerti, jólaglögg, sinnep og allan andskotann. Svo var svið á einum stað þar sem sungin voru jólalög og á öðrum stað svell þar sem fólk var að skauta. Að sjálfsögðu voru jólaljós út um allt!! Ég tók fullt af myndum og er líka búin að taka fullt af myndum af æfingu (Richi lagaði hleðslutækið fyrir mig) svo ég ætla að reyna að koma einhverju inn á www.thorey.net. Ég læt ykkur vita.
Ég stökk í dag í göddum í fyrsta sinn í tvær vikur. Hamurinn er semsagt að verða nókkuð góður bara. Ég fór 4,10 með 10 skrefa atrennu sem er það sama og ég gerði fyrir 2 vikum. Mjög sátt bara. Ég tók svo test í 30m flying og bætti mig síðan síðast. Síðast fór ég þetta á 3,76 en í þetta sinn á 3,63. Það eru líklega flestir sem hafa ekki hugmynd hvað þessar tölur þýða en ég læt þær samt flakka. |
posted by Thorey @ 22:36 |
|
|
laugardagur, desember 06, 2003 |
|
5 dagar í heimför :)
Vikan er búin að vera fín. Ég er reyndar búin að vera super þreytt og er farin að sjá rúmið mitt i hillingum. Vá hvað ég ætla að sofa og hvíla mig en það verður hvíldar vika í þar næstu viku. Ég púla semsagt í eina viku enn og svo verður það bara létt vika með 5 - 6 æfingum og svefni í geggjaða rúminu mínu.
Já rúmið sem ég sef í hérna er ekki nógu gott. Ég verð að kippa þessu í lag þegar ég kem eftir áramót. Þetta er svona beddi sem maður getur brotið saman og stundum pompar löppin öðru megin niður um miðja nótt og svefnstellingin verður nokkuð skökk....
Ég eldaði íslenska laxinn fyrir hópinn minn á miðvikudagskvöldið. Við vorum reyndar 7 og þetta var fiskur fyrir 4 - 5 manns. En það fengu allir smakk og laxinn sló að sjálfsögðu í gegn. Ég sauð hann bara á gamla mátann og var með kartöflur. Ég fékk reyndar nöldur útí kartöflurnar því sumum fannst þær ekki nógu soðnar. Ég var algjörlega ósammála! Svo var ég með sýrðan rjóma með gúrkubitum í með laxinum og ferskt salat. Klikkkað gottt!!
Helgin er frekar dauf hjá mér. Eftir æfingu í gær fór ég í gufu en eftir gufu, sturtu og hálfan klæðnað gafst ég upp og lagði mig í 10 mín á gólfinu. Ég hreinlega meikaði ekki að pakka saman draslinu og koma mér út í bíl. Vegna þessa, ákvað ég nú bara að fara snemma að sofa (ekki að ég hafi haft úr einhverju að velja...). Ég vaknaði svo bara eiturhress í morgun og tók þessa fínu æfingu, án þess að vera að draga á eftir mér fæturnar.
Í kvöld er svo bara netkvöld. Ég er búin að vera á netinu núna í 3 tíma að leita mér að íbúð. Það nýjasta er að ég mun líklega leigja með 2 þýskum hástökkvurum. Ég held það sé bara skemmtilegra og svo er það ódýrara. Við getum þá búið í einni stórri íbúð, haft nóg af plássi og einhvern til að elda fyrir=borðar stundum kvöldmat. Ég fann nokkrar góðar í kvöld en stefnan er að byrja að leigja í febrúar.
Erika, gríska gellan, fór heim í fyrradag eða tveimur dögum fyrir áætlun. Hún meiddi sig eitthvað í sköflunginum þegar hún lamdi stönginni í hann í tveimur stökkvum í röð. Hún fékk kúlu á sköflunginn en við hin sögu til að hlægja að....
Góða nótt
Þórey |
posted by Thorey @ 22:49 |
|
|
mánudagur, desember 01, 2003 |
|
Long time no grín...
Það er reyndar ekkert grín í gangi þessa dagana. Bara blásvört alvaran tekin við. Eða svona næstum því.
Ég og Erika (gríska gellan) skruppum til Stuttgart í gær til að horfa á World Cup í fimleikum. Það er 3 hálfur tími í lest aðra leið svo við þurftum að leggja ansi snemma af stað. Við höfðum það þó í höllina á endanum og horfðum þar á klassa keppni í fimleikum. Ég hitti Rúnar Alexandersson, vöðvatröll, og spjallaði aðeins við hann. Hann braut á sér puttann í keppninni á föstudaginn (mótið stóð frá fös-sun) og því miður fékk ég ekki að sjá hann keppa. Erika horði þó á vin sinn á svifrá en honum gekk reyndar illa. Ég og 3 Grikkir (Erika, dómari og þjálfari) skruppum svo niðrí bæ á kaffihús og eyddum þar 2 tímum í spjall yfir einum kaffibolla.... Grikkir geta talað og hlegið út í eitt!
Semsagt, bara mjög góður dagur.
Hamurinn er allur að koma til og gat ég stokkið pínulítið í dag. Ég gat þó bara farið á 6 skrefa atrennu en ég verð að byrja rólega aftur. Ég fór 3,60 og er það bara fínt. Á morgun fer ég og Danny Ecker, 6m stökkvari, til sjúkraþjálfara sem er klukkutíma í burtu. Sjáum hvað hann hefur að segja yfir bak-ham vandamálunum mínum.
Ég breytti flugmiðanum mínum í dag. Ég kem 11.des í staðinn fyrir 17.des því Leszek fer til Póllands 11.des og 17.des fer hann til S-Afríku. Ef Leszek er ekki á staðnum finnst mér ég alveg eins geta drifið mig heim í jólaundirbúninginn.
Æ hvað ég hlakka til :) |
posted by Thorey @ 21:05 |
|
|
|
|