| 
                        
                          | mánudagur, desember 01, 2003 |  
                          |  |  
                          | Long time no grín... 
 Það er reyndar ekkert grín í gangi þessa dagana.  Bara blásvört alvaran tekin við.  Eða svona næstum því.
 
 Ég og Erika (gríska gellan) skruppum til Stuttgart í gær til að horfa á World Cup í fimleikum.  Það er 3 hálfur tími í lest aðra leið svo við þurftum að leggja ansi snemma af stað.  Við höfðum það þó í höllina á endanum og horfðum þar á klassa keppni í fimleikum.  Ég hitti Rúnar Alexandersson, vöðvatröll, og spjallaði aðeins við hann.  Hann braut á sér puttann í keppninni á föstudaginn (mótið stóð frá fös-sun) og því miður fékk ég ekki að sjá hann keppa.  Erika horði þó á vin sinn á svifrá en honum gekk reyndar illa.  Ég og 3 Grikkir (Erika, dómari og þjálfari) skruppum svo niðrí bæ á kaffihús og eyddum þar 2 tímum í spjall yfir einum kaffibolla.... Grikkir geta talað og hlegið út í eitt!
 Semsagt, bara mjög góður dagur.
 
 Hamurinn er allur að koma til og gat ég stokkið pínulítið í dag.  Ég gat þó bara farið á 6 skrefa atrennu en ég verð að byrja rólega aftur.  Ég fór 3,60 og er það bara fínt.  Á morgun fer ég og Danny Ecker, 6m stökkvari, til sjúkraþjálfara sem er klukkutíma í burtu.  Sjáum hvað hann hefur að segja yfir bak-ham vandamálunum mínum.
 
 Ég breytti flugmiðanum mínum í dag.  Ég kem 11.des í staðinn fyrir 17.des því Leszek fer til Póllands 11.des og 17.des fer hann til S-Afríku.  Ef Leszek er ekki á staðnum finnst mér ég alveg eins geta drifið mig heim í jólaundirbúninginn.
 Æ hvað ég hlakka til :)
 |  
                          | posted by Thorey @ 21:05   |  
                          |  |  | 
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home