the
 
the
mánudagur, desember 08, 2003
3 dagar í heimför :)

Ég fór á jólamarkað í Köln í gær. Það eru básar um allar götur sem selja allskonar varning eins og smákökur, vöfflur, crepes, kerti, jólaglögg, sinnep og allan andskotann. Svo var svið á einum stað þar sem sungin voru jólalög og á öðrum stað svell þar sem fólk var að skauta. Að sjálfsögðu voru jólaljós út um allt!! Ég tók fullt af myndum og er líka búin að taka fullt af myndum af æfingu (Richi lagaði hleðslutækið fyrir mig) svo ég ætla að reyna að koma einhverju inn á www.thorey.net. Ég læt ykkur vita.

Ég stökk í dag í göddum í fyrsta sinn í tvær vikur. Hamurinn er semsagt að verða nókkuð góður bara. Ég fór 4,10 með 10 skrefa atrennu sem er það sama og ég gerði fyrir 2 vikum. Mjög sátt bara. Ég tók svo test í 30m flying og bætti mig síðan síðast. Síðast fór ég þetta á 3,76 en í þetta sinn á 3,63. Það eru líklega flestir sem hafa ekki hugmynd hvað þessar tölur þýða en ég læt þær samt flakka.
posted by Thorey @ 22:36  

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile