laugardagur, desember 06, 2003 |
|
5 dagar í heimför :)
Vikan er búin að vera fín. Ég er reyndar búin að vera super þreytt og er farin að sjá rúmið mitt i hillingum. Vá hvað ég ætla að sofa og hvíla mig en það verður hvíldar vika í þar næstu viku. Ég púla semsagt í eina viku enn og svo verður það bara létt vika með 5 - 6 æfingum og svefni í geggjaða rúminu mínu.
Já rúmið sem ég sef í hérna er ekki nógu gott. Ég verð að kippa þessu í lag þegar ég kem eftir áramót. Þetta er svona beddi sem maður getur brotið saman og stundum pompar löppin öðru megin niður um miðja nótt og svefnstellingin verður nokkuð skökk....
Ég eldaði íslenska laxinn fyrir hópinn minn á miðvikudagskvöldið. Við vorum reyndar 7 og þetta var fiskur fyrir 4 - 5 manns. En það fengu allir smakk og laxinn sló að sjálfsögðu í gegn. Ég sauð hann bara á gamla mátann og var með kartöflur. Ég fékk reyndar nöldur útí kartöflurnar því sumum fannst þær ekki nógu soðnar. Ég var algjörlega ósammála! Svo var ég með sýrðan rjóma með gúrkubitum í með laxinum og ferskt salat. Klikkkað gottt!!
Helgin er frekar dauf hjá mér. Eftir æfingu í gær fór ég í gufu en eftir gufu, sturtu og hálfan klæðnað gafst ég upp og lagði mig í 10 mín á gólfinu. Ég hreinlega meikaði ekki að pakka saman draslinu og koma mér út í bíl. Vegna þessa, ákvað ég nú bara að fara snemma að sofa (ekki að ég hafi haft úr einhverju að velja...). Ég vaknaði svo bara eiturhress í morgun og tók þessa fínu æfingu, án þess að vera að draga á eftir mér fæturnar.
Í kvöld er svo bara netkvöld. Ég er búin að vera á netinu núna í 3 tíma að leita mér að íbúð. Það nýjasta er að ég mun líklega leigja með 2 þýskum hástökkvurum. Ég held það sé bara skemmtilegra og svo er það ódýrara. Við getum þá búið í einni stórri íbúð, haft nóg af plássi og einhvern til að elda fyrir=borðar stundum kvöldmat. Ég fann nokkrar góðar í kvöld en stefnan er að byrja að leigja í febrúar.
Erika, gríska gellan, fór heim í fyrradag eða tveimur dögum fyrir áætlun. Hún meiddi sig eitthvað í sköflunginum þegar hún lamdi stönginni í hann í tveimur stökkvum í röð. Hún fékk kúlu á sköflunginn en við hin sögu til að hlægja að....
Góða nótt
Þórey |
posted by Thorey @ 22:49 |
|
|
|
|
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home