mánudagur, júní 16, 2008 |
|
|
posted by Thorey @ 07:19 |
|
|
|
Rabat, Marokkó |
Við Silke, Leszek, Carolin Hingst, Natasha Benner og Ann-Kathrin Swartz flugum síðastliðinn fimmtudag til Casablanca í Marokkó. Þaðan var svo keyrt til Rabat þ.s við kepptum svo á laugardag. Þetta var alveg ágætis ferð í heild, gott hótel og geggjaður matur. Ég gjörsamlega át á mig gat af allskonar góðgætum. Ég er með ólívu æði og mér til mikillar ánægju voru ólívur í boði í hverri máltíð. Ég var með stelpu frá Kólumbíu í herbergi og talaði hún bara spænsku svo við töluðum ekki stakt orð allan tímann.
Keppnin sjálf var í áttina hjá mér. Aðstæður voru gjörsamlega fullkomnar, meðvindur og passlega heitt. Það var þó ekki nóg til að ég stykki hærra en á síðustu mótum og auðvitað var ég pirruð yfir því. Fór bara byrjunarhæðina 4,22 en næsta hæð var 4,37 og átti ég alveg að geta það. Tæknin var þó mun betri en á síðasta móti og ef aðstæður verða góðar í Tallin vonast ég til að ná hærri hæð þar.
Tók fullt af myndum en við kíktum í göngutúr á frídeginum og set þær í dag inn á thorey.net Myndin hér að ofan er tekin á símann í keppninni og eins og þið sjáið voru um 90% áhorfenda ungir karlmenn. Þeir héldu uppi rosa stemningu með hrópum og köllum og hálf dönsuðu í stúkunni. |
posted by Thorey @ 07:18 |
|
|
þriðjudagur, júní 10, 2008 |
Oli, Silja og Gummi |
Heimsokn frà Islandi |
posted by Thorey @ 12:55 |
|
|
sunnudagur, júní 08, 2008 |
Hundfúl |
Fór aftur bara 4,20 og er frekar ósátt. Finnst þetta ekki alveg vera að ganga nógu vel en jú ok þetta var nú bara 3ja mót og ég verð víst að gefa þessu meiri tíma. Það var samt gaman og öðrum Íslendingum gekk vel. Við vorum að koma heim en Silja og Óli Tómas komu með okkur því þau eru svo að fara að keppa í Hollandi næstu helgi.
Farin í rúmið, góða nótt |
posted by Thorey @ 22:34 |
|
|
föstudagur, júní 06, 2008 |
Regensburg á sunnudaginn |
Það helsta í fréttum er auðvitað að Gummi kom í gær og mun vera vonandi einhverjar vikur. Tíminn er óráðinn enn því hann er meiddur og mun þetta ákvarðast svolítið á ástandinu á honum. Mig langar helst ekkert hleypa honum neitt meira heim nema þá þegar ég fer heim líka :)
Við keyrum á litlu fiestunni minni á morgun til Regensburg sem er 500km frá Leverkusen. Þar hittum við Silju, Bjögga, Óla Tómas, Tobba og Stebba sem munu keppa þar líka. Það verður því pottþétt mikið stuð á vellinum.
Vildi bara rétt láta vita af mér og læt ykkur næst vita hvernig mótið fer. |
posted by Thorey @ 12:06 |
|
|
þriðjudagur, júní 03, 2008 |
SATC kvöld |
|
posted by Thorey @ 19:03 |
|
|
mánudagur, júní 02, 2008 |
Stangir sem brotna |
Jæja varð að eyða myndinni sem ég tók af mér í Munchen í dag og setti hér inn... ekki sú flottasta. Maður sér myndina svo illa eitthvað í símanum að ég tek bara sjénsinn í hvert skipti þegar ég pósta þessu hingað :) Maður getur ekki alltaf verið flottur.. Versta var að ég fékk akkurat komment um stangir sem brotna við myndina svo ég leysi þetta bara með því að skrifa um það hér.
Það gerist alltaf af og til að stangirnar brotna. Sem betur fer hefur það bara gerst 1x hjá mér í stökki og 1x þegar ég hitti ekki stokkinn með stönginni heldur setti hana undir dótið sem dýnurnar liggja á og hljóp svo á hana. Stangirnar eiga ekki að brotna í stökki en það getur þó alltaf gerst. Í verksmiðjunni eru þær prófaðar mikið og reynt að útiloka möguleika á að ný stöng brotni. Eins og ég segi, þá gerist það samt og ég sá það nú síðast í Saulheim á föstudaginn gerast þegar fyrsta stökk á nýrri stöng endaði illa, með broti. Það hefur gerst fyrir Jón Arnar líka veit ég. Gamlar stangir geta brotnað ef þær eru mjög slitnar. Einnig þarf að passa að það komi ekki þungt högg á þær eða rispa t.d eftir gadda (getur gerst þegar hætt er við stökk) en þá getur hún brotnað. Slíkt var tilfellið núna hjá Danny Ecker í Berlin í gær, högg/rispa sem olli broti. Það er ljóst að það þarf að passa vel upp á stangirnar og ganga vel frá þeim svo enginn geti leikið sér með þær og rispað illa. Lífið manns getur oltið á þessu en Annika Becker, besta þýska stelpan fyrir einhverjum árum, hætti einmitt eftir að hafa lent á höfðinu þegar stöng brotnaði. Hún rétt slapp við lömun í það skiptið en hætti stangarstökki. Hún sagðist ekki vilja setja líf sitt að veði fyrir íþrótt. Þetta er áhætta sem maður tekur og með því að passa uppá stangirnar, skoða þær af og til og setja til hliðar þegar eitthvað er, þá ætti maður að vera nokkuð öruggur. |
posted by Thorey @ 19:30 |
|
|
|
|