Þessa fínu skó hér að ofan voru sérstaklega búnir til fyrir mig svo ég geti stokkið með göddum. Skórnir eru svokallaðir racer-ar sem t.d maraþon hlauparar nota. Hjá Össur lét ég svo taka gaddaskóasóla af gömlum gaddaskóm og setja þá undir þessa. Mér finnst þeir alveg þvílíkt flottir og ég er spennt að prófa þá almennilega.
En næst á dagsskrá hjá mér er Tenerife á morgun. Æfingabúðir 1 hefjast á morgun og ég er farin að hlakka mikið til að fara að æfa í hitanum. Ég verð 10 daga á Tenerife, 3 daga í Leverkusen og svo 2 vikur í Suður Afríku. Ég mun nota thorey.net meðan ég er í æfingabúðunum og vera dugleg að setja þar inn myndir. Einnig mun ég verða dugleg að setja fréttir þar inn.
Við Gummi fórum að sjá Blue Man Group síðastliðið laugardagskvöld og fannst okkur þetta bara ágætt, ekket meira en það. Ég bjóst við bara tónlist þ.e allskonar mismunandi slagverkum en ekki tónlist sem er hálfpartinn afsökuð með misheppnuðu gríni og látbragðsleik. Þetta var mjög flott þegar þeir spiluðu en ég hafði hreinlega á tilfinningunni að þeim þætti tónlistin ekki nóg til að skemmta fólkinu og blönduðu því allskonar bulli við sýninguna. Margt af þessu bulli var svosum ádeila á ýmislegt en það var bara ekki að gera sig fyrir mig. Semsagt 2,5 stjörnur af 5.
Ég fór í litun á augabrúnunum í gær og gellan vildi plokka líka (hér er þetta bara gert á hárgreiðslustofu og þú borgar um 500 kall og vanalega plokka ég sjálf heima). Tekur hún fram tvinna, setur víbríng á hann og svo bara eins og með sláttuvél yfir augabrýrnar. Jiminn, þær eru langt í frá að vera líkar eftir þetta og að auki gjörsamlega vantar stykki í miðja aðra augabrúnina. Sexy... |