sunnudagur, ágúst 12, 2007 |
Síðustu dagarnir |
Æfingar ganga bara alveg þokkalega og hásinarnar hanga réttu megin við verkjamörkin.
HM planið er aðeins að skýrast en hótelið í æfingabúðunum í Kagawa er klárt. Þar verða Véddi og íþróttamennirnir hans auka danana og svo frétti ég að svíarnir verða þar líka. Svo Stanley karlinn verður á svæðinu. Verður gaman að hitta hann. Vandamálið er aftur á móti flugið. Það hefur ekki enn verið staðfest því stangiranr komast ekki í flugvélina. Eins gott að það komist á hreint á morgun og þá fljúgum við líklega frá Amsterdam. Ef það flug klikkar verðum við að skipta um flugvöll í Tokyo og veit ég ekki hvernig það á að vera hægt með stangir. Gummi kemur sem betur fer í dag og mun þá hjálpa mér með stangirnar á ferðalaginu.
Svo ef flugið gengur upp munum við fara á miðvikudaginn til Kagawa og síðan 23.ágúst til Osaka. Undankeppnin er 26.ágúst og úrslit þann 28. Ekki laust við að smá stress sé komið í mína..
Ég mun líklega nota thorey.net á meðan ég er í Japan. Ég smelli samt kannski myndum af með gsm-símanum og set þær hér inn. Annars koma líka líklega myndir á thorey.net. Endilega verið dugleg að kommenta eða senda mér email. Gaman að fá kveðjur. |
posted by Thorey @ 07:26 |
|
|
föstudagur, ágúst 03, 2007 |
Kagginn fíni |
Fékk loksins bíl í dag!! Er búin að bíða eftir honum í 3 mánuði og búin að hugsa um bíl í 4 ár! Angi leigði bílinn á sitt nafn í gegnum íþróttina en þetta er einhver styrktaraðili. Ég borga samt auðvitað af honum. En þar sem við búum saman má ég keyra hann og er tryggð í kaskó. Hún semsagt leigði hann fyrir mig. Ótrúlega ánægð með það og þakklát. Þegar ég er ekki heima mun hún auðvitað nota hann. Við semsagt sóttum hann í morgun og það var einungis búið að keyra hann 3 km!!
Á myndinni fyrir neðan má sjá vagninn og í bakrgrunn má sjá glitta í útidyrahurðina mína ásamt önnu í grænuhlíðarhjólinu mínu. Í bónus má svo sjá sjálfa mig í fremri farþegahurðinni. Ekki amaleg mynd þetta :)
En hér er loksins komin sól. Nú meira rigningarsumarið. Aldrei vitað annað eins í útlöndum. |
posted by Thorey @ 12:12 |
|
|
|
Nyji billinn! |
|
posted by Thorey @ 11:57 |
|
|
fimmtudagur, ágúst 02, 2007 |
HM undibúningur á fullu |
Stökk í morgun og var þetta mín besta æfing á fullri atrennu. Fór 4,20 bara létt og rétt felldi 4,30 á skokkskónum. Náði nokkrum rosa góðum stökkum með fínu uppstökki. En það er frekar erfitt að fá gott uppstökk í skokkskóm því þeir eru bæði þungir og mjúkir. Hlakka til að fara í gaddanana í næstu viku.
Ég er að plana HM en því miður er ekki möguleiki fyrir mig að fara með þjóðverjunum í æfingabúðir fyrir mótið því það er allt yfirbókað þar sem þeir verða. Semsagt síðustu 10 dagana mun ég ekki æfa með þjálfaranum mínum :( Ég ákvað þó að reyna að gera gott úr þessu og hringdi í hann Védda karlinn og mun ég líklega fara með honum, íþróttamönnunum hans og dönunum í æfingabúðir. Það verður bara gaman að æfa með honum og svo fer Gummi líka með mér sem fararstjóri og þjálfari. Þetta eru kannski 1-2 stökkæfingar sem ég þarf að komast i gegn án Leszek og mun video myndavélin koma þar að góðum notum. Það er nú svosum ekki víst að það sé laust hjá þeim en ég fæ staðfestingu á því í dag vonandi. Ef þar er allt fullt líka hringi ég í Stanley, gamla þjálfarann minn, og reyni að fá að fara með honum og Svíunum. En krossum putta og vonum bara að við Gummi getum farið með dönunum.
Fékk 3.ju sprauturnar (ein í hvorn fót) í dag en ég mundi segja að ég væri búin að ná um 40-50% bata með hinar tvær. Rens Blom, heimsmeistari frá Helsinki, gaf út í gær að hann ætlaði ekki að fara því hann væri það slæmur í hásinunum. Við erum með nákvæmlega sama vandamál en ég mundi telja hann mjög óheppinn að hafa ekki prófað þessar sprautur sem ég er að fá. Hann var búinn að reyna endalaust nudd sem virkar ekki rassgat. Ég veit ekki hvað ég er búin að fá mikið af marblettum eftir nudd á kálfana en aldrei hefur neitt lagast við það. Svo ég segji bara núna "I´m a junky" |
posted by Thorey @ 13:40 |
|
|
|
|