the
 
the
þriðjudagur, mars 30, 2004
Tha er eg komin aftur til Leverkusen og aefingar eru komnar a ansi mikid fullt. Vid förum a morgun til Sudur Afriku i tveggja vikna aefingabudir. Eg reyni ad koma med frettir a bloggid en eg er ekki med tölvuna med mer i thetta sinn thar sem greyid do. Reyni ad kikja a netkaffi.
posted by Thorey @ 22:12   0 comments
sunnudagur, mars 28, 2004
Gærkvöldið var geðveikt!
posted by Thorey @ 20:03   1 comments
Magga er byrjuð að blogga. Það eru allir komnir með svo flottar síður að ég held ég þurfi eitthvað að fara að endurskoða bloggsíðuna mína...
posted by Thorey @ 12:06   0 comments
miðvikudagur, mars 24, 2004
Ég verð að segja ykkur að ég var að koma úr klippingu (nota tækifærið á Íslandi þar sem Þjóðverjarnir eru nú ekkert með allt of flottar hárgreiðslur..... broddarnir í tísku...) og þið eigið ekki eftir að þekkja mig. Ég fatta varla sjálf að þetta er ég þegar ég lít í spegil. Mér finnst reyndar gaman að breyta til og er bara sátt með nýja lúkkið í bili.....
posted by Thorey @ 16:42   0 comments
Í gær var vinkonu dagur. Ég hitti fyrst gamlar fimleika vinkonur frá 17-19 og svo gamlar FG vinkonur frá 21-23. Mér finnst alltaf gaman að hitta vinkonur mínar og þarna var engin breyting á því. En það er alveg ótrúlegt hvað við erum staddar á mismunandi stað í lífinu. Lang flestar eru komnar með barn og/eða eru að útskrifast úr háskóla. Ég sé mig ekki alveg á þessum stað næstu 6 árin eða svo....
posted by Thorey @ 10:37   1 comments
mánudagur, mars 22, 2004
Jæja þeir sáu sér fært til að fresta ákvörðunartökunni. Það er þó smá bót í máli þrátt fyrir að NEI hefði verið álitlegast. Maður trúir bara ekki að það sé virkilega verið að spá í þessu. Mér finnst NEI-ið liggja svo augljóslega fyrir að ég bara fatta ekki hvernig fólk getur kosið með þessu máli. Auðvitað sé ég pínu lítinn kost en hann er svo lítill miðað við alla ókostina að hann er fljótur að fá að fjúka útaf borðinu.
Hvar í heiminum er land sem hefur engan ríkisreknan almennan háskóla? Við verðum að bjóða upp á jafnrétti til náms. Ef tekin verða upp skólagjöld er einfaldlega verið að bjóða þeim ríku til þess að verða þeir hæst launuðu í þjóðfélaginu og um leið verið að loka á aðra hópa sem vilja koma sér áfram í lífinu með því að kjósa menntaveginn.

En hvað segið þið annars, eru ekki allir í stuði?
posted by Thorey @ 23:23   0 comments
sunnudagur, mars 21, 2004
Allir að mæta fyrir utan aðalbyggingu Háskólans á morgun kl 12:40 til að mótmæla upptöku skólagjalda við HÍ.
posted by Thorey @ 23:00   0 comments
Þá er vikufríið mitt á enda og nú hefjast æfingar fyrir utanhússtímabilið. Fríinu eyddi ég heima í leti og í sveitasælu Íslands. Fór alla leið að Jökulsárlóni í blanka sólskini og svo í sumarbústað í Úthlíð, rétt hjá Laugavatni. Algjör lúxus á manni.
En semsagt, fyrsta æfingin á morgun en mig er farið að klæja ansi hrikalega eftir smá hreyfingu...
posted by Thorey @ 22:59   0 comments
laugardagur, mars 13, 2004
Sidasta motid var i gaer i Bad Oyenhausen. Thetta var syningarmot inni i verslunarmidstöd og alveg svakaleg stemning og skemmtilegt mot. Eg var nu samt i engu svaka studi en for nu samt 4,30 og nadi ödru saeti a eftir Jillian Swartz sem lenti i 4.saeti a HM. Hun for 4,50. Strakarnir stukku svo i dag en theim gekk nu heldur ekkert alltof vel. Richi felldi byrjunarhaedina, Lars for 5,40, Tim 5,50 og Oscar og Jeff unnu med 5,70.

Nu tekur bara vid heimferd og hlakka eg ekkert sma til. Afslöppun og heitir pottar!!
Eg blogga ekkert naestu viku thar sem eg verd a sma ferdalagi um landid.
Hafid thad gott..... vonandi jafn gott og eg,
Thorey
posted by Thorey @ 22:59   0 comments
miðvikudagur, mars 10, 2004
Jaeja tha er timabilid bara ad verda buid. Eg hef ekki bloggad neitt um sidustu mot enda engu fra ad segja... nei djok ekki astaedan.. eg er ekki svona sur.... tölvan min biladi!!!!! Get ekki einu sinni kveikt a henni, bara steindaud!

Budapest gekk nu ekki eins og eg hafdi vonad og eiginlega bara allt vardandi Budapest olli mer vonbrigdum. Maturinn var hormung og folkid (allavega security druslurnar) voru frekar boggandi. Einu sinni var eg ad tala vid einn mann, reyndar a svaedi sem eg atti ekki ad vera a i ahorfendapollunum, og tha labbadi gaurinn alveg upp ad mer med klofid beint i andlitid a mer. OGED. Eg sagdi bara "move your fucking thing away from me" og faerdi mig um eitt saeti en tha kom minn bara aftur og rak midhlutann ofan i mig. Tha stod eg upp og for en var um klukkutima ad na mer nidur og taldi svona fimmtiu sinnum upp a tiu.. tek thad fram ad thetta var eftir motid svo thetta var ekki astaedan fyrir höghenfluginu eda 4,20... Einn thjodverjathjalfarinn var kyldur og for upp a spitala thvi hann hreytti einhverjum ovinalegum ordum i einn security vörd, eftir ad saud upp ur hja honum.

En jaeja thetta er buid og nu taka bara vid aefingar og sma holiday a klakanum. Thad er reyndar eitt aefingamot eftir en eg er nu ekki ad gera mer neinar vonir um arangur thar vegna thess ad eg er byrjud ad aefa a fullu og er i hardsperrutimabili...
Sjaumst vonandi thegar eg kem heim,
Thorey
posted by Thorey @ 19:52   0 comments
Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile