mánudagur, mars 22, 2004 |
|
Jæja þeir sáu sér fært til að fresta ákvörðunartökunni. Það er þó smá bót í máli þrátt fyrir að NEI hefði verið álitlegast. Maður trúir bara ekki að það sé virkilega verið að spá í þessu. Mér finnst NEI-ið liggja svo augljóslega fyrir að ég bara fatta ekki hvernig fólk getur kosið með þessu máli. Auðvitað sé ég pínu lítinn kost en hann er svo lítill miðað við alla ókostina að hann er fljótur að fá að fjúka útaf borðinu.
Hvar í heiminum er land sem hefur engan ríkisreknan almennan háskóla? Við verðum að bjóða upp á jafnrétti til náms. Ef tekin verða upp skólagjöld er einfaldlega verið að bjóða þeim ríku til þess að verða þeir hæst launuðu í þjóðfélaginu og um leið verið að loka á aðra hópa sem vilja koma sér áfram í lífinu með því að kjósa menntaveginn.
En hvað segið þið annars, eru ekki allir í stuði?
|
posted by Thorey @ 23:23 |
|
|
|
|
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home