the
 
the
þriðjudagur, febrúar 24, 2004
Frekar sátt með Grikkland :)
Nú eru bara 3 mót eftir af innanhússtímabilinu en mér finnst tíminn alveg hrikalega fljótur að líða. Fyrsta mótið er Lievin á laugardag svo HM og svo eitt auka mót helgina þar á eftir í bæ sem ég kann ekki að skrifa nafnið á.

Nú er herbergið mitt í íbúðinni loksins tilbúið. Ég kláraði að lakka karmana í gær og stefnan er að setja saman svefnsófann í dag og kannski sofa fyrstu nóttina. Ég á bara ekki ísskáp svo ég veit ekki hvernig ég eigi að leysa matarmál. Við fáum ísskápinn okkar eftir um 3 vikur en ég get ekki beðið svo lengi með að flytja. Frekar þreytandi að vera alltaf í lausu lofti með hvað er "home"
posted by Thorey @ 14:44   0 comments
föstudagur, febrúar 20, 2004
Eg er stodd i Lengerich, hja foreldrum Richis en i fyrramalid legg eg af stad til Grikklands thar sem eg keppi a sunnudag. Thar til tha,
the
posted by Thorey @ 21:45   0 comments
miðvikudagur, febrúar 18, 2004
Ferðasöguna má lesa hér en ég setti einnig inn myndir í mynda albúmið á thorey.net
posted by Thorey @ 22:16   0 comments
þriðjudagur, febrúar 17, 2004
Tha er eg komin fra Ukrainu og eg hef alveg hrikalega mikid ad segja ykkur. Eg hef tho ekki mikinn tima nuna thar sem otholinmodi thjodverjinn minn vill ad eg fari ad thurka upp jogurtid sem slettist upp um allt (ennid a mer, veggi og loft...) thegar eg tok thad med minum nettu hreyfingum ut ur isskapnum i netpasunni.

Eg er tho mest hissa a ad vera enn a lifi eftir thessa ferd..... Var buin ad heyra ansi skuggalegar sogur med flugvelar og mat og var alls ekkert farin ad litast a blikuna.
Eg stokk bara 4,32 og er ekkert allt of satt. Eg held ad veikin hafi setid enn i mer eda thad segir thjalfarinn allavega. Eg filadi mig frekar haega og bara frekar kraftlausa eitthvad. Frekar svekkjandi. Thad er tho mot i Grikklandi naestu helgi og aetti krafturinn ad vera kominn tha.
posted by Thorey @ 19:36   0 comments
miðvikudagur, febrúar 11, 2004
CWINDOWSDesktopPowerRangeres.jpg
Power Rangers Movie!


What movie Do you Belong in?(many different outcomes!)
brought to you by Quizilla
posted by Thorey @ 19:37   0 comments
þriðjudagur, febrúar 10, 2004
En maður dagsins er að sjálfsögðu Silja Hrund, hún á nefninlega afmæli!! Til hamingju með afmælið Silja mín :):)
posted by Thorey @ 20:34   0 comments
Ég fór í salsa tíma í gær og skemmti mér konunglega. Ég verð reyndar frekar óþolinmóð því sama sporið er kennt í um 20 mín því allir verða að ná sporinu áður en haldið er áfram, líka þeir sem eru komnir á áttræðisaldurinn.... Svolítið svekkt yfir því hvað það er lítið fútt í þessu, ég bjóst við meiri hraða og meiri sveiflum!!

Ég kláraði loksins að mála veggina á herberginu mínu. Ótrúlegt hvað þetta hefur tekið langan tíma hjá mér. Ég fékk reyndar þær fréttir í dag að við fáum eldhúsið ekki fyrr en eftir mánuð. Ég held ég flytji samt inn, ég get ekki beðið í mánuð. Ég kaupi mér bara mini ísskáp þar sem ég get geymt mjólkina út á morgunmatinn og borða svo bara hjá Richi. Hann hlýtur að samþykkja það :)

Orð dagsin á Kalla vinkona mín:
jamm

Hún er hér með krýnd sem drottning jamm-sins, til hamingju!
posted by Thorey @ 20:31   0 comments
sunnudagur, febrúar 08, 2004
Thad er ad koma a daginn ad blessada iraksstridid hafi verid had af hreinni graedgi. Ekki thad ad flestir vissu thad i upphafi en nu er nanast buid ad vidurkenna thad....nema Bush karlinn, hann togar bjargarlaust i naestu afsokun. "Their hefdu getad framleitt kjarnorkuvopn, kannski ekki strax heldur i nainni framtid" Jaeja vinur, thu segir thad ja. Eg fann i Newsweek i gaer bestu thydingu a CIA sem eg hef heyrt:
COOK IRAQ ANYWAY

...og their letu verda af thvi
posted by Thorey @ 21:26   1 comments
laugardagur, febrúar 07, 2004
Veikindi og keppni, ekki god blanda!!
Sidastlidinn fimmtudag snarveiktist eg med hita, halsbolgu og allt sem getur fylgt thvi. Eg svaf semsagt allan daginn og stod varla upp ur rumiu. Thad versta var ad eg atti ad keppa daginn eftir. Eg var eiginlega buin ad boka thad ad eg yrdi ad sleppa motinu. Vaknadi tho sex i gaermorgun og var hitalaus, bara alveg hrikalega slöpp. Dreif mig tho i flug til Berlin og keppti thar i gaerkvoldi. Eg var gjorsamlega a felgunni en drattadist tho 4,30. Kom svo tilbaka i dag og lagdist beint i rumid med hita. Eg er tho ad hressast aftur nuna. Geri thetta tho aldrei aftur!!!
posted by Thorey @ 21:39   0 comments
þriðjudagur, febrúar 03, 2004
Þangað hef ég farið:



create your own visited country map
or write about it on the open travel guide

Ég á bara örfá lönd eftir í Evrópu en þau eru Noregur, Tyrkland, Sviss, Belgía og Luxemborg (líklega að gleyma einhverju landi hér). Ég þarf að fara að drífa mig til Suður-Ameríku og kanna einnig meira af Asíu.
posted by Thorey @ 23:11   0 comments
Ég keppi ekki á morgun í Dotmund. Það var einfaldlega fullt og engin sem hætti við að mæta. Ég einbeiti mér þá bara í staðinn á mótið um helgin í Potsdam. Tók stökkæfingu í dag og gekk bara frekar vel. Tæknileg atriði eru farin að smella á æfingu en nú þarf ég bara að geta framkvæmt þau í móti. Ég hlakka mjög til helgarinnar.

Á morgun fer ég aftur til Hagen til hans Esti (sjúkraþjálfarinn) og vona ég að hann geri góða hluti fyrir mig. Í þetta sinn ætla ég að mæta á réttum tíma og vera búin að kynna mér leiðin mjög vel áður en ég legg af stað. Eftir sjúkraþjálfunina er ég að spá í að fara í IKEA í Dortmund og svo að horfa á mótið. Reyndar frekar svekkjandi að horfa á en strákarnir eru að keppa á sama tíma og stelpurnar svo ég horfi bara á þá, enda ekkert leiðinlegt útsýni það....
posted by Thorey @ 22:40   0 comments
mánudagur, febrúar 02, 2004
Þetta var nú meiri dagurinn!!
Um hádegið lagði ég af stað í sjúkraþjálfun í Hagen en það tekur um klukkutíma að keyra þangað. Ég var að fara þetta ein í fyrsta skipti og tókst að sjáfslögðu að klúðra þessu. Tók vitlaust ausfahrt og var tvo tíma á leiðinni og missti mestallan tímann hjá sjúkraþjálfaranum. Ég átti 40mín hjá honum en náði aðeins í 10 mín en það var þó nóg til að fá mjög góðar fréttir. Hann sagði að öxlin væri í frábæru standi, þetta væri bara einhver taugahnútur í hálsinum á mér og að ég þyrfti að vera dugleg að stabilisera hálsinn. Frekar fegin að heyra þetta. Fór svo beint til Ludvicheitthvað sem var 3 korter lengra í burtu frá Leverkusen til að fara í 10 mín leisermeðferð. Ég var loksins komin heim um kl 18 og var þá búin á næstum 6 klukkustundum að fá 10mín sjúkraþjálfun og 10mín leisermeðferð!! Ég var svo þreytt og pirruð þegar ég kom heim að ég gat ekki hugsað mér að fara í salsa tíma og þykjast vera eitthvað kát og skemmtileg.... Fór bara að kaupa í matinn með Richi, borðaði brauð hjá honum og fór svo heim á netið að spjalla við skemmtilega fólkið á msn :)

Ég fæ að vita á morgun hvort ég keppi í Dortmund á miðvikudag. Frekar stuttur fyrirvari. Þetta er svona vegna þess að ég er á biðlista og ef einhver mætir ekki á hótelið þá verður hringt í mig. Annars er gaman að segja frá því að ég fékk "male" frá Sergey sjálfum Bubka í dag en hann var að bjóða mér á mót í Donetsk, Ukraínu. Að sjálfsögðu játa ég honum, enda sjálfur kóngurinn að bjóða mér upp í dans. Þetta mót er 15.febrúar.

Ætla að drífa mig í rúmið núna,
góða nótt
posted by Thorey @ 23:50   0 comments
Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile