the
 
the
þriðjudagur, febrúar 03, 2004
Ég keppi ekki á morgun í Dotmund. Það var einfaldlega fullt og engin sem hætti við að mæta. Ég einbeiti mér þá bara í staðinn á mótið um helgin í Potsdam. Tók stökkæfingu í dag og gekk bara frekar vel. Tæknileg atriði eru farin að smella á æfingu en nú þarf ég bara að geta framkvæmt þau í móti. Ég hlakka mjög til helgarinnar.

Á morgun fer ég aftur til Hagen til hans Esti (sjúkraþjálfarinn) og vona ég að hann geri góða hluti fyrir mig. Í þetta sinn ætla ég að mæta á réttum tíma og vera búin að kynna mér leiðin mjög vel áður en ég legg af stað. Eftir sjúkraþjálfunina er ég að spá í að fara í IKEA í Dortmund og svo að horfa á mótið. Reyndar frekar svekkjandi að horfa á en strákarnir eru að keppa á sama tíma og stelpurnar svo ég horfi bara á þá, enda ekkert leiðinlegt útsýni það....
posted by Thorey @ 22:40  

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile