the
 
the
þriðjudagur, janúar 27, 2004
Fyrsti danstíminn minn var í gærkvöldi. Við lærðum að dansa Merengue og fékk ég að dansa við sveitta, illa lyktandi gamla karla. Ótrúlegt en satt þá fannst mér nú samt bara gaman. Fólk er þarna komið til að læra og er alveg ófeimið við að reyna að dilla sér og bara að skemmta sér. Flestir eru komnir yfir fimmtugt en það var þó ein stelpa þarna kannski aðeins eldri en ég. Svo eignaðist ég vinkonu. Dóttir þessarar stelpu var með henni (kannski 8 ára) og tók mig í fóstur. Hún hálf límdi sig við mig svo við dilluðum okkur saman svona á milli dillinu við sveittu karlanna.

Á morgun fer ég til Erfurt til að keppa á mínu fyrsta móti tímabilsins. Ég er pínu stressuð útaf öxlinni en ég vona að hún verði í lagi. Ég var aftur í sprautu í kvöld en held þetta líti bara frekar vel út.
Um leið og ég verð búin að keppa mun ég láta mömmu og pabba vita hvernig fór og þau koma úrslitunum strax inn á síðuna mína thorey.net. Keppnin er á fimmtudagskvöld.
Ég var reyndar búin að segja ykkur að ég myndi byrja í Zweibrucken þann 30.jan en ég breytti því og hætti við þá keppni. Vildi frekar fara til Erfurt þar sem allir æfingafélagar mínir verða þar og þjálfarinn. Frekar nýtt fyrir mig að geta verið að keppa á móti erlendis með þjálfarann minn með mér svo ég ákvað að nýta mér það. Hann hefði ekki komist til Zweibrucken.
Þar til næst segji ég bara: " I belive I can fly, I belive I can touch the sky........" eins og einhver hjartaknúsarinn stinur upp.
posted by Thorey @ 23:10  

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile