föstudagur, janúar 23, 2004 |
|
Ég keypti mér málningu á nýja herbergið mitt í íbúðinni. Ég veit ekki hvort ég valdi góðan lit en valið tók um 5 mín. Skellti mér bara á einhvert afbrigði af brúnum. Gólfið er hvítur dúkur og loftið að sjálfsögðu hvítt svo mér fannst þurfa vera eitthvert líf í veggjunum til að losna við spítafílinginn. Á morgun ætla ég svo að byrja að mála ef öxlin leyfir. Öxlin er reyndar miklu betri og hún er á góðri leið með að verða betri en ný.
Ég var að koma heim af innanhússmóti í Wuppertal þar sem Annicka Becker stökk 4,55 og vann mótið. Í 2-4.sæti voru svo Carolin Hingst, Tunde Vaazi og Nastja Rysich sem reyndar stökk 4,40 um daginn og virðist vera komin á skrið á ný eftir smá hlé á æfingum. Hún er fyrrverandi heimsmeistari innanhúss.
Hástökk kvenna vann Daniela Rath sem fór 2m mjög örugglega. Þetta var fyrsta mótið hennar og greinilegt að uppbyggingaprógrammið hefur virkað vel. Við erum með sama uppbyggingarþjálfa og mjög svipað prógramm svo vonandi það virki líka vel fyrir okkur stangarstökkvarana. Það kemur í ljós bráðum en strákarnir stökkva á sínu fyrsta móti núna á sunnudaginn í Dessau.
Vala átti reyndar að vera á þessu móti sem ég fór að horfa á og var það meðal annars ástæðan sem ég fór að horfa á. Hún gat ekki keppt útaf því að hún var að skipta um félag. Hún fór úr ÍR yfir í Breiðablik. Það hefði verið gaman að hitta hana. Við sjáumst nú samt fljótlega, tvö fyrstu mótin okkar eru þau sömu.
Mótadagskráin hjá mér er eins og stendur þessi hér:
30.jan Zweibrucken
6.feb Potsdam
22.feb Athens
Ég ætla nú að vona að þau verði fleiri!!
|
posted by Thorey @ 23:59 |
|
|
|
|
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home