the
 
the
föstudagur, janúar 02, 2004
Sól og sumar í Suður Afríku!!
Þá er ég loksins búin að koma mér upp internet accounti hérna og get farið að blogga og komist í samband við aðra jarðarbúa. Ég hef ekki farið á netið í viku og er bæði að fá fráhvarfseinkenni af söknuði og löngun til að koppla mig frá netvæðingunni um smá tíma.

Héðan er allt stórgott að frétta. Veðrið leikur við mann og svei mér þá ef ég er ekki bara að komast úr hvítum yfir í apotekarahvítt.
Æfingar ganga bara mjög vel og stökkvum við orðið 3svar i viku og erum farin að lengja atrennuna enda nálgast keppnistímabilið eins og óð fluga....

Gamlárskvöld var eitt það besta sem ég hef lifað. Ég hef einhvern vegin aldrei skemmt mér vel þetta kvöld en ég verð að segja að þetta sló öllu við. Við fórum á einhvern skemmtistað við ströndina í Cape Town og var þar dansað til kl 3 um nóttina. Oscar Jansson, sænskur stangarstökkvari, rakst á Bono!!! Hvar var ég þá??? Ég veit ekki hvort hann var inni á staðnum en allavega þá hitti Oscar hann fyrir utan og tók mynd af sér með honum.

Jæja ég þarf að fara aftur á æfingu núna en ég reyni að koma hér oftar inn með einhverjar merkilegar fréttir.

Þórey
posted by Thorey @ 13:41  

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile