þriðjudagur, janúar 06, 2004 |
|
Til hamingju með afmælið Elva og til hamingju með afmælið um daginn Elísabet. Vona að þið eigið góða 25 ára stórafmælisdaga...... var eitthvað gert? (ég held reyndar að þær lesi hvorugar bloggið mitt, þær eru ekki beint þekktar fyrir að hafa tækniáhuga og ég efast um að þær viti að blogg sé til)
Í gær var bara rigning en ég var svosum fegin, enda frá Íslandi. Þetta segja strákarnir alltaf við mig.. "enda frá Íslandi". Mér finnst fiskur góður... enda ertu frá Íslandi. Ég brenn þótt ég noti vörn nr 20...enda ertu frá Íslandi. Ég er með hvalveiðum.... enda ertu frá Íslandi. Hrikalega er gott að fá rigninguna....enda ertu frá Íslandi. Mér er kalt....kva, ertu ekki frá Íslandi!!!
Á rigningardeginum var farið í bíó. Við fórum að sjá The Lord of the Rings og var hún vægast sagt rosaleg. Mér fannst ég vera að upplifa eitthvað mjög historical þarna inni í bíóhúsinu. Þríleikurinn er eitthvað sem erfitt verður að toppa í sögu kvikmyndagerðar. Ég verð reyndar að játa eitt. Ég skildi ekki alveg endirinn. Af hverju fóru þeir, Frodo, frændinn og Gandalf á skipinu með álfunum??? Getur einhver sagt mér það?
Það sem eftir er ferðarinnar verður aðeins æft einu sinni á dag. Nú er bara verið að koma sér í form fyrir keppnistímabilið þannig að þetta verða ansi ljúfar æfingabúðir það sem eftir er. Kannksi maður geti séð eitthvað í staðinn. Eitthvað sem maður fær aldrei að gera í svona ferðum. Mig langar til að fara upp á Table mountain og ég held ég leigji mér bíl og skelli mér í leiðangur. Safarí leiðangur... alein. Nei nei það væri of sorglegt. Ég dreg með mér einhvern æfingafélagann. |
posted by Thorey @ 08:31 |
|
|
|
|
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home