the
 
the
fimmtudagur, janúar 22, 2004
Ég skráði mig í þýskunámskeið í dag. Það byrjar reyndar ekki fyrr en 26.febrúar en er til 20.júlí. Ég tók stutt próf í dag til að vera metin í hvaða áfanga ég ætti að fara. ?g má byrja í byrjendaáfanga 1b sem er nú betra en að þurfa að byrja alveg á byrjun eða í áfanga 1a. Það byrjar síðan intensivkurs 2a og 2b þann 3.maí sem ég má hoppa inní ef mér finnst ég vera að ná tökum á þýskunni (jájá það verður alveg pottþétt.... nú er átak). Til þess að mega byrja í háskóla hérna þarf ég að klára 3a og 3b og svo framhaldsáfangana 1a, 1b, 2a, 2b, 3a og 3b. Semsagt mikil vinna hjá mér framundan ef ég ætla í nám hérna.

Ég skráði mig líka í einn annan áfanga. "Lateinamerikanische Tanze: Salsa - Merengue - Bachta" Þessi áfangi er á hverju mánudagskvöldi næstu átta vikurnar. Ég hugsaði þetta sem hnetubrjótur eftir keppnishelgar og held ég að þetta verði bara ansi gaman. Allavega mælti gamla konan í skráningunum alveg eindregið með þessu......
posted by Thorey @ 23:31  

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile