the
 
the
miðvikudagur, janúar 21, 2004
Þá er ég loksins komin með íbúð. Hún er rétt hjá æfingavellinum eða um 5mín á hjóli. Ég mun leigja með 2 hástökkvurum en við deilum eldhúsi og baði. Það er engin stofa heldur 3 jafn stór svefnherbergi og er hvert þeirra ágætlega stórt. Ég mundi giska á að íbúðin sé um 70 fermetrar. Mér finnst mjög fínt að leigja með öðrum það bæði gerir þetta ódýrara og skemmtilegra. Privacy fær maður líka því við erum oft á ferðalagi og sjaldan öll 3 við. Við getum flutt inn um miðja næstu viku og hlakka ég ekkert smá til.

Öxlin hefur verið að angra mig pínulítið síðustu 7 vikur en hún versnaði snögglega um daginn. Ég geri þó ráð fyrir því að hún fari að lagast núna fljótlega því ég fór í sprautu í gær. Fékk nokkrar homopatasprautur í bicepsinina og í liðamótin hjá viðbeininu og hinu beininu upp á öxlinni. Ég kom inn til lækninsins mjög róleg yfir því að vera fá þessar sprautur en svo þegar læknirinn ætlar að fara að stinga mig spyr hann hvort ég sé ekki örugglega hörð stelpa.... og fer svo að segja mér sögur af því þegar Tye Harvey (amerískur stangarstökkvari) fölnaði upp og datt niður og að einnig hafi liðið yfir Tim Lobinger. Ég bara: "nú???" "Er þetta vont?" og það kom spá panik í mig. Eftir fyrstu sprautuna varð mér svo alveg hrikalega óglatt og eftir þær allar svimaði mig töluvert. Ég hélt að það væri útaf efnunum því þetta var ekkert vont. Ég jafnaði mig nú samt mjög fljótt (1mín) en læknirinn sagði að þetta væru algjörlega sálfræðileg viðbrögð. Mér fannst frekar fyndið að finna hvernig hugurinn bregst við þrátt fyrir að vera frekar róleg á því.
posted by Thorey @ 21:18  

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile