the
 
the
sunnudagur, janúar 25, 2004
Þetta var frekar óvenjuleg helgi hjá mér. Það var mót í höllinni bæði í gær og í dag og því lokuð fyrir okkur sem vildum æfa. Ég tók mig til og málaði herbergið. Þvílíkt puð!!! Ég byrjaði að mála loftið og þegar ég loksins kláraði 1 fermetra var ég við það að gefast upp. Ég var bara með eina rúllu og stóð á tánum til að ná upp. Veggina málaði ég í dag, eða fyrstu umferð. Mér líst satt að segja ekkert á þennan lit sem ég valdi greinilega með of miklum æðibunugangi. Mér finnst þetta vera svona andlitslitaður litur eða hálf ferskjulitaður. Ætli ég máli ekki bara aftur í sumar.

Strákarnir kepptu í dag í Dessau og gekk þeim svona misvel. Patrik Kristiansson (svíinn) fór 5,70m og vann. Annar var einhver austantjaldsmaður og þriðji Richi með 5,60. Á eftir komu svo Tim, Danny, Rens og Lars með 5,40m

Í gærkvöldi var franskur kvöldverður í boði kærasta nágrannakonunnar. Hún er um fertugt en hann um sjötugt. Pierre var á Cargo skipi í 37 ár svo hann hafði líklega ekki tíma til að fara á almennilegt kvennafar. En fínt, loksins hitti hann ástina sína og ekki verra að hafa hana í yngri kantinum.
Pierre sá um eldamennskuna. Í forrétt var andapaté með salati, og skinkubitum. Í aðallrétt Le Baeuf eða eitthvað álíka. Þetta er kjöt sem er soðið í 4 tíma uppúr heilli rauðvínsflösku. Í eftirrétt var svo Crépe de flambé. Flambé er hitað Grand marnier sem er kveikt í og svo er hellt því logandi á diskinn hjá manni.
Ég reyndi að spreyta mig aðeins í frönskunni en ég verð að segja að það gekk ekki vel. Ég lærði frönsku í 3 ár, tók alla áfangana sem voru í boði í FG og get svo varla stunið upp orði. Ég hef mér þó til afsökunar að þetta var fyrir 6 árum....
Það fyndna var að ég fór alltaf í þýska orðaforðann minn mikla til að leita að frönsku orði. Tungumálin eru öll komin í rugl í hausnum á mér.
posted by Thorey @ 21:34  

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile