the
 
the
mánudagur, febrúar 02, 2004
Þetta var nú meiri dagurinn!!
Um hádegið lagði ég af stað í sjúkraþjálfun í Hagen en það tekur um klukkutíma að keyra þangað. Ég var að fara þetta ein í fyrsta skipti og tókst að sjáfslögðu að klúðra þessu. Tók vitlaust ausfahrt og var tvo tíma á leiðinni og missti mestallan tímann hjá sjúkraþjálfaranum. Ég átti 40mín hjá honum en náði aðeins í 10 mín en það var þó nóg til að fá mjög góðar fréttir. Hann sagði að öxlin væri í frábæru standi, þetta væri bara einhver taugahnútur í hálsinum á mér og að ég þyrfti að vera dugleg að stabilisera hálsinn. Frekar fegin að heyra þetta. Fór svo beint til Ludvicheitthvað sem var 3 korter lengra í burtu frá Leverkusen til að fara í 10 mín leisermeðferð. Ég var loksins komin heim um kl 18 og var þá búin á næstum 6 klukkustundum að fá 10mín sjúkraþjálfun og 10mín leisermeðferð!! Ég var svo þreytt og pirruð þegar ég kom heim að ég gat ekki hugsað mér að fara í salsa tíma og þykjast vera eitthvað kát og skemmtileg.... Fór bara að kaupa í matinn með Richi, borðaði brauð hjá honum og fór svo heim á netið að spjalla við skemmtilega fólkið á msn :)

Ég fæ að vita á morgun hvort ég keppi í Dortmund á miðvikudag. Frekar stuttur fyrirvari. Þetta er svona vegna þess að ég er á biðlista og ef einhver mætir ekki á hótelið þá verður hringt í mig. Annars er gaman að segja frá því að ég fékk "male" frá Sergey sjálfum Bubka í dag en hann var að bjóða mér á mót í Donetsk, Ukraínu. Að sjálfsögðu játa ég honum, enda sjálfur kóngurinn að bjóða mér upp í dans. Þetta mót er 15.febrúar.

Ætla að drífa mig í rúmið núna,
góða nótt
posted by Thorey @ 23:50  

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile