þriðjudagur, febrúar 10, 2004 |
|
Ég fór í salsa tíma í gær og skemmti mér konunglega. Ég verð reyndar frekar óþolinmóð því sama sporið er kennt í um 20 mín því allir verða að ná sporinu áður en haldið er áfram, líka þeir sem eru komnir á áttræðisaldurinn.... Svolítið svekkt yfir því hvað það er lítið fútt í þessu, ég bjóst við meiri hraða og meiri sveiflum!!
Ég kláraði loksins að mála veggina á herberginu mínu. Ótrúlegt hvað þetta hefur tekið langan tíma hjá mér. Ég fékk reyndar þær fréttir í dag að við fáum eldhúsið ekki fyrr en eftir mánuð. Ég held ég flytji samt inn, ég get ekki beðið í mánuð. Ég kaupi mér bara mini ísskáp þar sem ég get geymt mjólkina út á morgunmatinn og borða svo bara hjá Richi. Hann hlýtur að samþykkja það :)
Orð dagsin á Kalla vinkona mín:
jamm
Hún er hér með krýnd sem drottning jamm-sins, til hamingju! |
posted by Thorey @ 20:31   |
|
|
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home